Bæjarráð samþykkir að fara í útboð með Tjaldsvæðið í Kalmansvík
Bæjarráð Akraneskaupstaðar samþykkti á fundi sínum þann 1. nóvember síðastliðinn að fara með rekstur Tjaldsvæðisins í Kalmansvík í útboð. Undirbúningur útboðsins hefst fljótlega og er stefnt að útboð verði í janúar 2018. Á sama tíma er verið að leggja lokahönd á deiliskipulag svæðisins og má þess vænta að það liggi fyrir um mitt næsta ár eftir hefðbundið kynningar- og skipulagsferli. Í nýju skipulagi er gert ráð fyrir að taka nærliggjandi svæði í átt að Akrafjalli undir byggingu smáhýsa.
Akraneskaupstaður hefur sinnt rekstri tjaldsvæðisins síðastliðin þrjú ár og hefur rekstur þess gengið mjög vel. Opnunartími í ár var frá 15. maí til 1. október. Farið var í miklar framkvæmdir á tjaldsvæðinu síðastliðið sumar. Útbúinn var vegur sem liggur á neðra svæðinu til verndurnar á svæðinu þar sem það var mjög illa farið sökum veðurfars og álags. Bætt var út rafmagnsmálum með nýrri heimtaug og fjölgun rafmagnstengla. Þjónustuhúsið var málað að utan, skipt um pall fyrir framan það og byggt þjónustuskýli við hlið þess þar sem ferðamenn geta grillað og borðað nesti. Bætt var úr starfsmannaaðstöðu og tekið upp nýtt greiðslukerfi.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember