Bæjarstjóri lýkur störfum í dag
03.03.2017
Á myndinni má sjá bæjarstjórn Akraness eins og hún var skipuð í lok árs 2016 ásamt þeim Regínu og Steinari. Í fremri röð frá hægri eru Ólafur Adolfsson, Sigríður Indriðadóttir, Vilborg Þ. Guðbjartsdóttir, Ingibjörg Pálmadóttir, Rakel Óskarsdóttir, Regína og Valgarður L. Jónsson. Í aftari röð frá hægri eru Einar Brandsson, Steinar, Ingibjörg Valdimarsdóttir og Valdís Eyjólfsdóttir. Valdís er komin í leyfi í eitt ár og tók Þórður Guðjónsson hennar sæti um áramótin.
Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri lýkur störfum fyrir Akraneskaupstað í dag, 3. mars en hún hefur verið ráðin sviðsstjóri Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar og hefur störf í næstu viku. Á fundi bæjarstjórnar þann 28. febrúar var lögð fram svohljóðandi bókun:
Bæjarstjórn Akraness óskar Regínu til hamingju með nýja starfið, óskar henni velfarnaðar í starfi og samþykkir samhljóða að starfslok verði 3. mars næstkomandi. Bæjarstjórn þakkar ennfremur Regínu fyrir afar ánægjulegt og árangursríkt samstarf undanfarin ár.
Steinar Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs mun gegn starfi bæjarstjóra þar til nýr bæjarstjóri verður kynntur til sögunnar á næstunni.
Fréttir
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember