Bæjarstjórn Akraness óskar eftir frekari upplýsingum frá HB Granda
Á fundi bæjarstjórnar Akraness í dag var tekið fyrir erindi frá skipulags- og umhverfisráði Akraness vegna erindis HB Granda um breytingu á deiliskipulagi Breiðargötu 8, 8A og 8B.
Bæjarstjórn samþykkti með 7 atkvæðum að óska eftir ítarlegri skipulagsgögnum og upplýsingum frá HB Granda varðandi fyrirætlanir fyrirtækisins um búnað og aðferðir sem fyrirtækið hyggst beita til að sporna gegn lyktamengun.
HB Grandi rekur hausaþurrkun á tveimur stöðum á Akranesi, forþurrkun að Breiðargötu 8B og eftirþurrkun að Vesturgötu 2. Í núverandi starfsleyfi er heimild fyrir því að þurrka 170 tonn á viku.
Deiliskipulagstillaga HB Granda gerir ráð fyrir að uppbygging félagsins verði í tveimur áföngum:
- Í fyrsta áfanga er gert ráð fyrir stækkun norðvestanmegin við núverandi húsnæði forþurrkunar að Breiðargötu 8B. Reiknað er með að útbúa húsnæði fyrir eftirþurrkun, rými fyrir þurrkjöfnun og pökkun auk aðstöðu fyrir starfsmenn. Vinnslugeta í nýja húsnæðinu yrði 200 til 250 tonn á viku.
- Í öðrum áfanga er gert ráð fyrir stækkun sjávarmegin við núverandi húsnæði forþurrkunar. Þar á að beita annarri aðferð við þurrkun þ.e. nota færibandaklefa og eftirþurrkun við hann. Vinnslugeta til viðbótar 1. áfanga yrði 300 til 350 tonn á viku.
Heildarvinnslugeta að framkvæmdum lokum yrði þannig á bilinu 500 til 600 tonn á viku.
Áður en tekinn verður afstaða til umsóknarinnar telur bæjarstjórn Akraness að upplýsingar í fyrirliggjandi gögnum þurfi að vera fyllri. Það á við um möguleg áhrif starfseminnar, búnað og aðferðir sem gert er ráð fyrir að nota við vinnsluna til að lágmarka grenndaráhrif, einkum lyktarmengun. Það á jafnframt við um viðbrögð við slíkri mengun í ljósi þess að íbúar í nágrenninu kvarta undan lyktarmengun.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember