Bæjarstjórn Akraness vill uppsetningu á blóðskilunarvél á HVE
Á fundi bæjarstjórnar Akraness þann 24. mars sl. samþykkti bæjarstjórn beiðni velferðar- og mannréttindaráðs um að bæjarstjórn Akraness beiti sér fyrir því að heilbrigðisyfirvöld byggi upp bætta heilbrigðisþjónustu á Akranesi með uppsetningu á blóðskilunarvél á Heilbrigðisstofnun Vesturlands. Var svohljóðandi bókun samþykkt:
„Bæjarstjórn Akraness ítrekar ósk sína frá 2017 til heilbrigðisráðherra um að byggð verði upp bætt heilbrigðisþjónusta á Akranesi og nágrenni með uppsetningu á blóðskilunarvél á Heilbrigðisstofnum Vesturlands á Akranesi (HVE).
Bæjarstjórn Akraness vekur athygli heilbrigðisráðherra á að jafnræðis er ekki gætt í heilbrigðisþjónustu við íbúa á þjónustusvæði HVE sem þurfa að fara í blóðskilun til höfuðborgarsvæðisins og íbúa sem njóta þjónustu heilbrigðisstofnana á stór-Reykjavíkursvæðinu og geta sótt þjónustuna í nærumhverfi sínu. Sjúklingar í þessari stöðu á Akranesi og nágrenni eru háðir aðstoð sinna nánustu eða e.a. frá sveitarfélaginu því meðferð af þessum toga, sem er þeim lífsnauðsynleg, getur tekið allt að 6 til 7 klst. í senn í nokkur skipti í viku hverri og eiga viðkomandi eðli máls samkvæmt ekki kost á að nýta almenningssamgöngur eða keyra eigin bíl. Allar forsendur eru til staðar við HVE á Akranesi til að taka upp þessa þjónustu og sem kunnugt er býr stofnunin yfir miklum mannauð og vilja og hefur veitt öfluga heilbrigðisþjónustu á öllu Vesturlandi. HVE er tilbúið að taka við auknum verkefnum og áskorunum eins og raun ber vitni með tilvísun í samþykkt heilbrigðisráðherra frá því í október 2019 um að gera sjúkrahúsið á Akranesi að miðstöð liðskiptaaðgerða á mjöðmum og hnjám.“
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember