Fara í efni  

Bæjarstjórnafundur unga fólksins

Fulltrúar úr Ungmennaráði Akraness tóku sæti í bæjarstjórn í tuttugasta og þriðja sinn þann 4.febrúar.2025. Bæjarfulltrúar Akraneskaupstaðar sátu fundinn og svöruðu erindum ungmennanna. Þessi fundur er mikilvægur vettvangur fyrir unga fólkið til að ræða þau málefni sem eru í brennidepli.

   

Fundurinn var mjög vel heppnaður, þar sem fulltrúar ungmennaráðs fluttu áhugaverðar og vel undirbúnar framsagnir. Að loknum framsögnum sköpuðust góðar umræður um málefni sem snerta unga íbúana, þar á meðal líkamsræktaraðstöðu, sundkennslu á unglingastigi, andlega heilsu, nýjar leiðir til samráðs við ungt fólk (t.d. árlegt bekkjarþing), fræðslu til ungmenna, foreldra og fagfólks um forvarnir gegn ofbeldi, skólalóðir og leikvelli, og aðstöðu til íþróttaiðkunnar.

Að loknum bæjarstjórnafundi var boðið uppá pizzur og sátu saman margir fulltrúar ungmenna og bæjarstjórnar og starfsmenn og gæddu sér á kvöldverði.
Haraldur bæjarstjóri hvatti ungmennin áfram til góðra verka og skoraði á þau að skrifa greinar út frá erindum þeirra til þess að fleiri en kjörnir bæjarfulltrúar fengju að finna kraftinn sem býr í ungmennaráði Akraness.

Næst tekur við mikil vinna í undirbúningi skýrslugerðar til Unicef vegna úttektar á innleiðingu Barnvæns sveitarfélags.

Hér fyrir neðan má sjá upptöku af fundinum, við hvetjum bæjarbúa til þess að horfa á hann.

 

Dagskrá

2502010 - Líkamsræktarstöð - Sigurður Brynjarsson

2502011 - Öryggi barna - Sara Dís Óskarsdóttir

2502012 - Leiktæki fyrir alla- Gunnar Heimir Ragnarsson

2502013 - Samráð um nám - Eva Júlíana Bjarnadóttir

2502014 - Íþróttir og tómstundir- Arndís Elfa Pálsdóttir

2502015 - Ofbeldisforvarnir -Sandra Björk Freysdóttir

2502024 - Aðstæður til sundiðkunar Eydís Glóð Guðlaugs Drífudóttir


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00