Fara í efni  

Bæjaryfivöldum hefur borist eftirfarandi tilkynning um sjávarflóð á Akranesi frá Vegagerðinni

Von á nokkuð hárri suðvestlægri öldu á mánudagsmorgun, nær hápunkti nærri stórstraumsflóði að morgni.

Eldri spár höfðu ekki gert ráð fyrir svo hárri öldu, www.sjolag.is og mynd hér að neðan (spágildi eru fyrir Garðskagadufl).

Samanborið við það sem gekk yfir um síðustu mánaðarmót er úthafsaldan ekki á sama skala en sjávarstaðan er þó það há að líkur eru á að það gefi yfir. Búast má við ágjöf ca milli kl 6-9 að morgni.

Sjávarstaðan verður svipuð og var um síðustu mánaðarmót en hæð kenniöldu mun lægri og aldan ekki eins þung. Til samanburðar var mæld kennialda á Garðskagadufli rúmir 12 m en nú er gert ráð fyrir 7,2 m kenniöldu á duflinu. Þá er öldustefnan einnig hagstæðari nú, suðlægari.


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00