Bjarni Skúli Ketilsson Bæjarlistamaður Akraness 2019
Fyrr í dag hlaut myndlistarmaðurinn Bjarni Skúli Ketilsson eða Baski eins og hann er oftar kallaður, nafnbótina Bæjarlistamaður Akraness 2019.
Baski er fæddur á Akranesi þann 5. september árið 1966. Hann byrjaði snemma að munda pensilinn og var strax í Barnaskóla Akraness farinn að tjá sig með myndformi. Á unglingsárum sótti hann námskeið hjá Bjarna Þór og Hrönn Eggerts hér í bæ sem og módelteikningu í Myndlista- og handíðaskólanum.
Árið 1987 hélt Baski til Noregs þar sem hann stundaði nám við leikmyndahönnun. Á næstu árum sótti hann ýmis námskeið og árið 1994 hóf hann nám við myndlistarakademíu AKI Academie voor beldende kunst í Enschede í Hollandi. Því námi lauk með BA gráðu fjórum árum síðar. Frá þeim tíma hefur Baski verið búsettur í Hollandi ásamt hollenskri eiginkonu sinni og þremur börnum þeirra. Síðar náði Baski sér í réttindi til kennslu í myndlist í Zwolle í Hollandi og hefur jafnframt lokið námi í viðgerðum og hreinsun eldri málverka.
Baski hefur haldið margar myndlistarsýningar um Evrópu, hannað leikmyndir fyrir leikhús, unnið að forvörslu og haldið námskeið.
Þrátt fyrir að vera búsettur erlendis hefur Baski haldið tryggð við heimahagana og verið ötull við að rifja upp gamlar minningar frá heimabænum Akranesi í gegnum verk sín. Hann málar mikið af eldri húsum, götum og íbúum Akraness og heldur minningum um mannlífið sem áður var á lífi. Þær myndir hafa bæði varðveislu gildi og vekja oftar en ekki upp bros og hlýjar minningar samferðarmanna sinna. Hann heimsækir Akranes á hverju ári og heldur árlega myndlistarnámskeið og sýningar.
Ómögulegt væri að telja öll verkefni Baska upp en hér verða tiltekin tvö nærtæk dæmi:
- Í bókinni „Akranes, heima við hafið“, sem kom út árið 2012, gefur að líta röð málverka sem Baski hefur málað og lýsir hann því sjálfur sem „minningum á striga“. Hverri mynd fylgir stutt saga, endurminning af Akranesi, skráð samkvæmt frásögn Baska af Hollenskum rithöfundi, Maria van Mierlo, sem heimsótti hann vikulega á vinnustofuna í hálft ár og fylgdist með verkunum verða til. Það er gaman að geta þess að nú í ár kom út hljóðbókarútgáfa á Storytel.
- Á árinu 2017 stóð Baski fyrir gerð og uppsetningu fimm skilta sem eru staðsett við gamlar bæjartóftir í nágrenni Elínarhöfða. Á skiltunum er stuttur fróðleikur um hvert og eitt hús sem og fallegt málverk eftir Baska af húsunum. Leiðin sem gengin er til að skoða skiltin hefur í daglegu tali verið kölluð Baskagangan.
Fréttasafn
- 2025
- janúar
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember