Bókasafn Akraness fær afhent listaverk
Þann 17. febrúar sl. fékk Bókasafn Akraness afhent fallegt listaverk frá hinum svokallaða Dúlluhóp sem samanstendur af handverkskonum á Akranesi. Dúlluhópurinn hefur hist reglulega á bókasafninu í vetur og unnið að gerð listaverksins í tilefni af 150 ára afmæli safnsins á síðasta ári. Heklaðar voru 150 dúllur sem mynduðu þetta fallega listaverk og prýðir það nú einn vegginn á bókasafninu. Á listaverkinu má einnig sjá skip, meðal annars Kútter Sigurfara og gestabókin á Háahnjúk kemur einnig við sögu. Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri fékk einmitt eina dúllu afhenta með þeim skilyrðum að hún myndi setja hana í gestabókina, næst þegar hún færi á Akrafjall. Hópurinn ætlar að hittast áfram á bókasafninu, fyrsta þriðjudag í mánuði kl. 16.00 og eru bæjarbúar hjartanlega velkomnir að taka þátt í hópnum.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember