Bókasafn Akraness fær styrki vegna 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna
Nú hefur úthlutunarnefnd styrkja vegna 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna lokið störfum. Alls bárust 70 umsóknir og var óskað eftir tæpum 40 milljónum króna. Aðeins voru 8 milljónir til ráðstöfunar að þessu sinni.
Bókasafn Akraness fékk tvo styrki. Annars vegar 200 þúsund króna styrk fyrir verkefnið ,,Hvaða kerlingar?“. Fræðslugöngur um konur á Akranesi sem bættu samfélagið hver á sinn hátt. Göngurnar verða farnar í kringum 19. júní næstkomandi. Verkefnið eru unnið í samstarfi við Skagaleikflokkinn. Hins vegar 200 þúsund króna styrk fyrir verkefnið „Tónsmiðirnir á Kirkjuhvoli – konur og tónlist“ en það er verkefni sem fjallar um frumkvöðla á sviði tónlistar og verður á Vökudögum í ár. Eru þetta Kristín P. Guðjohnsen (1850-), Valgerður L. Briem og Halldóra Briem (1913-), þrír ættliðir sem bjuggu á Kirkjuhvoli á Akranesi. Verkefnið er m.a. unnið í samvinnu við Tónlistarskóla Akraness, Héraðsskjalasafn Akraness og ættingja kvennanna.
Bæjarráð samþykkti á síðasta fundi sínum að hefja einnig undirbúning á sýningu um sögu hjúkrunar á Akranesi og voru Ingibjörg Pálmadóttir, Guðjón Brjánsson og Anna Leif Elídóttir skipuð í starfshóp til að undirbúa sýninguna.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember