Bókasafnsdagurinn á Akranesi
Bókasafnsdagurinn verður haldinn hátíðlegur á Bókasafni Akraness á morgun þann 8. september. Markmið dagsins er að beina augum að mikilvægi bókasafnsins í samfélaginu og er yfirskrift dagsins „Lestur er bestur – fyrir alla“.
Í hádeginu, kl. 12:15 verða Skagakonurnar og kvenrithöfundarnir Brynja Einarsdóttir og Anna Lára Steindal með upplestur út nýju bókunum sínum. Upplesturinn verður einnig endurtekinn síðdegis sama dag kl. 16:30.
Um morguninn, koma nemendur úr 1. bekk Brekkubæjarskóla og Grundaskóla í heimsókn og fá óvæntan glaðning í tilefni af degi læsis, en 8. september er einnig dagur læsis. Það er IBBY á Íslandi í samstarfi við Mál og menningu sem gefa börnunum úrvalsbókina Nesti og nýir skór. Bókin geymir sögur, myndir og ljóð frá fyrri tímum – sögur sem foreldrar, kennarar, ömmur og afar þekkja og munu njóta þess að kynna fyrir börnum sínum. Tilgangur gjafarinnar er að kynna yngstu kynslóðina fyrir barnamenningararfinum í von um að hann verði þeim gott veganesti á lestrarferðalagi lífsins.
Sjáumst á Bókasafni Akraness!
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember