Bókun bæjarráðs Akraness um skerðingu Jöfnunarsjóðs til Akraneskaupstaðar
Á fundi bæjarráðs Akraness, sem haldinn var þann 9. júlí 2020, var fjallað um skerðingu Jöfnunarsjóðs til Akraneskaupstaðar. Bæjarráð Akraness bókaði eftirfarandi:
„Bæjarráð Akraness lýsir yfir áhyggjum vegna áforma um skerðingu á framlögum ríkisins til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Áhrif skerðingarinnar á Akraneskaupstað eru á bilinu 77-80 milljónir króna að teknu tilliti til mótvægisaðgerða ríkisins. Bæjarráð hvetur ríkið og Samband íslenskra sveitarfélaga til þess að eiga í faglegu samtali og samstarfi um tekjuskiptingu ríkis og sveitarfélaga.
Bæjarráð Akraness leggur mikla áherslu á að öll áform um skerðingu á framlögum til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga verði dregin til baka. Sveitarfélög glíma nú við efnhagslegar afleiðingar heimsfaraldurs, Covid-19, en mörg sveitarfélög hafa lagt út í aukinn kostnað vegna þeirra og sjá jafnframt fram á umtalsverðan tekjumissi. Tekjur sem Akraneskaupstaður verður af ef áform um skerðingar ganga eftir þýðir m.a. minna framlag Jöfnunarsjóðs til málefna grunnskóla og málefna fatlaðra. Á árinu 2019 greiddi Akraneskaupstaður 124 milljónir króna með málefnum fatlaðra til að halda uppi þeirri mikilvægu þjónustu en umframgreiðslur vegna málaflokksins frá árinu 2011 nema um 443 milljónum króna.“
Bókun bæjarráðs Akraness hefur verið send til samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra, félags- og barnamálaráðherra, þingmenn norðvestur kjördæmis og Samband íslenskra sveitarfélaga.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember