Fara í efni  

Bókun bæjarráðs um stöðvun grásleppuveiða

Á fundi bæjarráðs Akraness, sem haldinn var þann 5. maí sl., var fjallað um reglugerð atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis sem útgefin var 30. apríl síðastliðinn um bann við grásleppuveiðum frá og með miðnætti aðfararnótt sunnudagsins 3. maí. Bæjarráð bókaði eftirfarandi:

„Bæjarráð Akraness tekur undir með félagsmönnum í smábátafélaginu Sæljóni á Akranesi og mótmælir fordæmalausri ákvörðum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um að stöðva grásleppuveiðar með alltof skömmum fyrirvara. Bæjarráð Akraness bendir á að misvægi er á milli landshluta hvað varðar grásleppuveiðar og gerir þá kröfu að ráðherra endurskoði ákvörðun sína þannig að jafnræðis verði gætt.„

Áskorunin hefur verið send sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra ásamt þingmönnum norðvesturkjördæmis. 

Fundargerð bæjarráðs er aðgengileg hér. 


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00