Breiðin fær 35 m.kr. í styrk úr framkvæmdasjóði ferðamannastaða
Ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hefur staðfest tillögu stjórnar Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða um styrkveitingar úr sjóðnum vorið 2019 og úthlutað samtals 35 m.kr. til Breiðarinnar á Akranesi. Styrkurinn er veittur til að leggja nýtt yfirboðsefni á svæðinu, sbr. grafstein, steinalögn, stakkstæði og torf. Jarðvegsskipta þarf að hluta svæðinu og hækka til samræmis við umhverfið.
Uppbygging svæðisins hófst fyrir um fimm árum síðan og er búið að greina svæðið, deiliskipuleggja, hanna og byggja upp svæðið að miklum hluta. Búið er að útbúa aðkomutorg með þjónustuhúsum, áningasvæði með bekkjum, ganga frá landmótun og gróðri, bæta aðgengismál til muna og endurvekja menninga- og sögulegar minjar. Árið 2019 verður lögð áhersla á að ljúka við frágang með lagningu nýrra yfirborðsefna samkvæmt hönnun á Breiðinni. Það felur í sér nýtt áningasvæði, stíga og bílastæði. Um er að ræða áframhaldandi uppbyggingu á fjölsóttasta ferðamannastað Akurnesinga á Breiðinni. Verkefnið er hluti af heildstæðri hönnun og skipulagi.
Ráðgjafafyrirtækið Landslag ehf. sá um greiningu og hönnun útivistarsvæðisins á Breið. En síðastliðið haust hlaut Landslag ein virtustu verðlaun sem veitt eru í landslagsarkitektúr, hin alþjóðlegu Rosa Barba Landscape Prize. Verðlaunin fékk fyrirtækið fyrir hönnun á tröppustíg upp á Saxhól í Þjóðgarðinum Snæfellsjökli. Rosa Barba verðlaunin eru án efa mesta viðurkenning sem íslenskir landslagsarkitektar hafa hlotið.
„Með þessari styrkveitingu verður uppbyggingu á Breið nánast lokið og hefði hún verið mun hægari ef ekki væri fyrir framkvæmdasjóð ferðamannastaða, þakklæti er því okkur efst í huga.″ segir Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri. Vitarnir á Breið, Akranesviti og Gamli vitinn, eru meðal helstu kennileita Akraness og hefur tekist með uppbyggingu síðustu ára að skapa mikla sérstöðu á Íslandi í ferðaþjónustu með því að opna Akranesvita fyrir almenningi og frá árinu 2012 hafa um 65 þúsund manns heimsótt svæðið.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember