Breyting á deiliskipulagi vegna Breiðarsvæðis samþykkt
Á fundi bæjarstjórnar Akraness í dag, þann 24. maí var samþykkt að staðfesta afgreiðslu skipulags- og umhverfisráðs frá 19. maí síðastliðinn um breytingu á deiliskipulagi Breiðarsvæðis. Tillagan var samþykkt með vísan til fyrirliggjandi umsagnar um athugasemdir og minnisblaðs Vilhjálms Vilhjálmssonar forstjóra HB Granda þar sem m.a. kemur fram að HB Grandi muni ekki starfrækja fiskþurrkun á Akranesi náist ekki markmið um lágmörkun óþæginda vegna lyktar hvort sem er vegna fyrsta eða annars áfanga byggingar nýrrar fiskþurrkunar. Tillagan var borin upp af formanni skipulags- og umhverfisráðs og samþykkt með 5 atkvæðum. Fjórir bæjarfulltrúar sátu hjá.
Á fundi bæjarstjórnar Akraness þann 26. janúar síðastliðinn var samþykkt að auglýsa til kynningar tillögu að breytingu á deiliskipulagi Breiðarsvæðis vegna áforma HB Granda um að reisa þar nýjar byggingar við núverandi fiskþurrkun. Tillagan var auglýst á tímabilinu 12. febrúar til 30. mars 2016. Á kynningartíma tillögunnar bárust 53 athugasemdir og ábendingar. Þá bárust þrír undirskriftarlistar, frá Betra Akranes með nöfnum 520 einstaklinga en þar er tillögunni mótmælt, undirskriftarlisti með nöfnum 74 einstaklinga sem ekki eru með lögheimili á Akranesi en þar er tillögunni einnig mótmælt og undirskriftarlisti með 767 einstaklingum þar sem lýst er stuðningi við tillögunni og uppbyggingaráformum HB Granda.
Deiliskipulagssvæðið markast af Breiðargötu til vesturs, Bárugötu í norður, ströndinni að austan og lóðarmörkum Breiðargötu 4 að sunnan og tekur til lóða nr. 2, 8, 8A og 8B við Breiðargötu. Í deiliskipulagstillögunni er gert ráð fyrir að sameina for- og eftirþurrkun HB Granda undir einu þaki. Í fyrsta áfanga framkvæmdanna er stefnt að því að bæta við eftirþurrkunarhúsi við núverandi forþurrkunarhús. Þá felur tillaga einnig í sér að lóðarmörkum lóða á svæðinu er breytt þannig að úr framangreindum lóðum verði tvær lóðir, Breiðargata 8 og 8B. Ytri mörkum og stærð lóðanna er einnig breytt. Tillagan gerir ráð fyrir að heimilt verði að byggja ný hús á lóðinni fyrir starfsemi fiskþurrkunar í tveimur áföngum. Óheimilt er að veita byggingarleyfi fyrir öðrum áfanga nema tekist hafi að tryggja viðunandi grenndaráhrif í áfanga 1 samkvæmt þeim viðmiðunum á lyktarskynmati sem fyrirtækið hefur sett sér.
HB Grandi skilaði skýrslu með mati á umhverfisáhrifum með skipulagstillögunni og er þar gerð ítarleg grein fyrir áformum fyrirtækisins og aðgerðum til að lágmarka lyktamengun og mæla, samkvæmt ákveðnum viðmiðunum í lyktarskynmati, árangur aðgerða félagsins. Meginniðurstaða umhverfisskýrslunnar er að með fyrirhuguðum framkvæmdum minnki áhrifasvæði lyktar verulega frá því sem nú er og breytist ekki þrátt fyrir að afköst aukist með síðari áfanga framkvæmdanna.
Meðfylgjandi eru helstu gögn málsins ásamt tillögu og bókunum:
- Skipulagsuppdráttur deiliskipulags Breiðarsvæðis
- Skýringaruppdráttur deiliskipulags Breiðarsvæðis
- Minnisblað HB Granda
- Greinargerð um athugasemdir
- Tillaga Einars Brandssonar bæjarfulltrúa
- Bókun Ólafs Adolfssonar bæjarfulltrúa
- Bókun bæjarfulltrúanna Ingibjargar Pálmadóttur, Valdísar Eyjólfsdóttur, Valgarðs Jónssonar og Vilborgar Guðbjartsdóttur.
- Umhverfisskýrsla HB Granda vegna deiliskipulags Breiðarsvæðis
- Umhverfisskýrsla VSÓ
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember