Aðventan á Akranesi
Í ár verður boðið upp á þá nýbreytni að jólaljósin á jólatrénu á Akratorgi verða tendruð mánudagsmorguninn 28. nóvember kl. 10:00. Nemendur á leikskólum og í yngstu bekkjum í grunnskólum bæjarins munu vera viðstaddir tendrun ljósanna og eiga saman notalega stund. Allir bæjarbúar, sem eiga kost á því að vera viðstaddir, eru að sjálfsögðu velkomnir.
Tveir nýir viðburðir verða í boði fyrir Skagamenn á aðventunni í ár. Leitin að jólasveininum mun fara fram í Garðalundi (Skógræktinni) föstudagskvöldið 16. desember kl. 20:00. Þar munu fjölskyldur koma saman, njóta þess að ,,stelast" út eftir kvöldmat, kveikja á kyndli eða mæta með vasaljós og taka þátt í leitinni að jólasveininum. Á laugardeginum 17. desember kl. 13:00 opnar jólamarkaður í Garðalundi þar sem matur, handverk, tónlistaratriði og fleira verður á boðstólnum. Það eru þær Margrét Blöndal, Sara Hjördís Blöndal og Hlédís Sveinsdóttir sem standa að baki þessum tveimur viðburðum.
Fleiri viðburðir hafa verið boðaðir í bænum, meðal annars afmælishátíð ÍA og íþróttahússins á Vesturgötu laugardaginn 26. nóvember og tónleikar með Kirkjukór Akraness og Þór Breiðfjörð um kvöldið, Jólasamvera í Garðakaffi 3. desember og Þorláksmessutónleikar Bubba Morthens þann 19. desember. Verslunareigendur og aðrir íbúar eru vinsamlega beðnir um að láta vita af viðburðum sem tengjast aðventunni á netfangið mannlif@akranes.is.
Eigum saman skemmtilega aðventu á Akranesi.
Frétt uppfærð 16. nóvember kl. 10:05
Markmið Menningar- og safnanefndar með breytingunum er að bjóða íbúum Akraness uppá aukið úrval viðburða á aðventunni með það að markmiði að yngsta kynslóðin njóti hennar sem best. Ákveðið var að minnka umfang og færa fjármuni frá viðburði við tendrun jólaljósa á Akratorgi og styðja við tilraunaverkefni í Garðalundi. Börnin munu áfram njóta þess að sjá jólaljós á jólatréi á Akratorgi tendruð og til viðbótar geta fjölskyldur notið samverustunda að öðru tilefni í Garðalund.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember