Breytt staðsetning stoppistöðvar Strætó við Akratorg
20.05.2016
Skipulagsmál
Stoppistöð strætisvagna við Suðurgötu 64 verður færð á Skólabraut frá og með mánudeginum 23. maí á meðan framkvæmdir við rif á Suðurgötu 64 standa yfir. Meðfylgjandi mynd sýnir hvar stoppistöðin verður staðsett.
Það er verktakinn BÓB ehf. sem mun sjá um rif og förgun á íbúðarhúsinu og bílageymslu. Að því loknu verður svæðið þökulagt og gróðursett. Samkvæmt deiliskipulagi sem samþykkt var í bæjarstjórn Akraness þann 11. júní 2013 eru lóðirnar við Suðurgötu 62 og 64 skipulagðar sem byggingarreitur fyrir alhliða miðbæjarstarfsemi á jarðhæð með íbúðum á efri hæðum. Akraneskaupstaður keypti Suðurgötu 64 á árinu 2014 og hafa bæjaryfirvöld átt í viðræðum við Starfsmannafélag Reykjavíkur um kaup á Suðurgötu 62.
Fréttir
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember