Brúarfjármögnun tryggð
Brúarfjármögnun tryggð
Íslandsbanki og Akraneskaupstaður hafa undirritað lánasamning vegna brúarfjármögnunar fyrir allt að 3 milljörðum króna og er samningurinn til tveggja ára. Átti Íslandsbanki hagstæðasta tilboðið sem samþykkt var í bæjarráði þann 27. október síðastliðinn.
Miklar fjárfestingar og framkvæmdir eru fram undan næstu árin hjá Akraneskaupstað sem kalla á frekari lántöku en áætlað er að setja um 2,6 milljarða kr. í fjárfestingar á árinu 2023 og á næstu fjórum árum er fyrirhugað að fjárfesta fyrir samtals 9,4 milljarða. Brúarfjármögnunin er mikilvægur þáttur í að framkvæmdir gangi skjótt fyrir sig þar sem fjármagn er tryggt til næstu tveggja ára. Nú í febrúar var dregið á fyrstu lánafyrirgreiðsluna er 250 milljónir króna voru teknar á láni.
Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraneskaupstaðar:
„Á undanförnum árum hefur verið fjárfest mikið í uppbyggingu innviða, svo sem gatna og gangstíga en einnig byggt nýtt fimleikahús við Vesturgötu, nýr leikskóli, Garðasel í Skógarhverfi, frístundamiðstöð við Garðavelli, ný reiðhöll, Guðlaug við Langasand og þjónustumiðstöð aldraðra við Dalbraut. Miklar endurbætur hafa verið gerðar í leik- og grunnskólum bæði innan og utandyra, sem og á íþróttahúsinu á Vesturgötu og á ferðamannasvæðinu við vitanna. Hefur bættur fjárhagur kaupstaðarins gert það að verkum að fjárfestingar hafa tekið stakkarskiptum. Nú er haldið inn í annað og stærra fjárfestingatímabil sem fjármagnað verður með lánum og hins vegar með gatnagerðar- og innviðagjöldum. Fram undan er mikil gatnagerð, svo sem við Sementsreit, Skógarhverfi og Flóahverfi ásamt endurbótum gatna gangstíga, stofnstíga, reiðvega og ljósastaura. Endurbætur og stækkun Grundaskóla, miklar endurbætur í Brekkubæjarskóla, bygging frístundamiðstöðvar við Dalbraut, nýs íþróttahúss við Jaðarsbakka og nýtt áhaldahúss, Búkolla og endurvinnsla við Kalmannsvelli svo eitthvað er nefnt. Mikilvægt er að sækja fram en einnig að vera áfram ábyrg í fjármálum bæjarfélagsins. Ljóst var á áhuga bankanna að góður rekstur og góð skuldastaða sveitarfélagsins gerði Akraneskaupstað að eftirsóttum viðskiptavin. Vil ég þakka öllum bönkunum fyrir góða vinnu og fagleg vinnubrögð. Hagstæð kjör og afar metnaðarfull sýn á þjónustu við Akranes gerði það að verkum að Íslandsbanki var hlutskarpast. Það er því ánægjulegt að ganga frá þessum lánsviðskiptum við Íslandsbanka.“
Magnús Daníel Brandsson, útibússtjóri Íslandsbanka á Akranesi:
„Það gleður okkur að geta staðið við bakið á Akraneskaupstað í þeirri miklu uppbyggingu sem á sér stað í bæjarfélaginu. Undanfarin ár hefur útibú Íslandsbanka á Akranesi vaxið og eflst í samstarfi við fjölda fyrirtækja og einstaklinga. Stefna Íslandsbanka er að vera hreyfiafl til góðra verka í samfélaginu og með það í huga er gott að geta lagt Akraneskaupstað lið við uppbyggingu innviða.“
Skuldaviðmið sveitarfélagsins, þ.e. heildarskuldir og skuldbindingar A- og B- hlutans sem hlutfall af reglulegum tekjum, er lágt þar sem sveitarfélagið er lítið skuldsett en hlutfallið var 20 % í árslok 2021. Á undanförnum 10 árum hefur Akraneskaupstaður greitt 2.840 milljónir í afborganir langtímalána og skuldir við lánastofnanir hafa lækkað um 1.770 milljónir króna.
Í takt við auknar fjárfestingar er áætlað að skuldaviðmið sveitarfélagsins verði 60% í árslok 2026 en hámarks skuldaviðmið sveitarfélaga er 150% en fyrirhugað er að fara í langtímafjármögnun þegar brúarfjármögnun er lokið og meiri stöðugleika fyrir hendi á fjármálamörkuðum.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember