Fjallkona Akraness 2024 er Helga Ingibjörg Guðjónsdóttir
Hátíðahöld í tilefni þjóðhátíðardags Íslendinga fóru fram á Akranesi í dag.
Fjallkona Akraneskaupstaðar í ár er Helga Ingibjörg Guðjónsdóttir.
Helga Ingibjörg fæddist á fallegum vetrardegi þann 17. desember 1987. Hún ólst upp fyrstu æviárin á Saurbæ í Dalasýslu. Hún flutti 13 ára á Akranes og hóf nám í Brekkubæjarskóla. Hún stundaði fótbolta í yngri flokkum ÍA og endaði ferilinn í meistaraflokki félagsins. Helga Ingibjörg er menntaður ferðamálafræðingur og lögreglumaður og hefur hún unnið hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu síðustu ár. Helga Ingibjörg á soninn Hagalín Pálma sem er 8 ára.
Helga hefur undurfagra söngrödd og komið víða við á því sviði, hún tók þátt í hátónsbarkakeppni grunnskólanna, sigraði söngvakeppni framhaldsskólanna árið 2006, tók þátt í undankeppni júróvision árið 2020 með lagið Klukkan tifar. Auk þess að hafa farið víða á sviði tónlistar hefur Helga Ingibjörg látið sig heilsu og hreyfingu sig varða. Hún hefur verið ungu fólki á Akranesi fyrirmynd þegar kemur að hreyfingu og lýðheilsu.
Helga Ingibjörg greindist með brjóstakrabbamein árið 2022, hún tæklaði það verkefni með einstakri seiglu og jákvæðu hugarfari eins og henni einni er lagið, enda er hún einstaklega jákvæð og drífandi manneskja, hjálpsöm og og frábær fyrirmynd.
Helga las ljóðið 1974, þjóðhátíðarljóð, eftir langafa sinn Guðmund Böðvarsson.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember