Fjölmenni á opnu húsi viðbragðsaðila á 112 deginum
Í tilefni af 112 deginum buðu viðbragðsaðilar bæjarbúum að heimsækja slökkviliðsstöð Akraness og Hvalfjarðarsveitar. Fjölmenni mætti á viðburðinn og fékk tækifæri til að kynnast starfi og búnaði slökkviliðs, lögreglu, sjúkraflutninga og björgunarsveita.
Á svæðinu voru Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar, sjúkrabíll frá Heilbrigðisstofnun Vesturlands, Lögreglan á Vesturlandi, Slysavarnadeildin Líf á Akranesi og Björgunarfélag Akraness. Gestum var boðið upp á kaffi og meðlæti, auk þess sem börnin fengu gefins varningur merktum 112.
Þema dagsins var „Börn og öryggi“ með það að markmiði að vekja fólk til vitundar um mikilvægi öryggis barna. Mikilvægt er að bæjarbúar þekki starfsemi og hlutverk viðbragðsaðila, enda gegna þeir lykilhlutverki í öryggi samfélagsins. Það var því sérstaklega ánægjulegt að sjá hversu margir nýttu sér tækifærið til að hitta viðbragðsaðila og fræðast um störf þeirra.
Fréttasafn
- 2025
- janúar febrúar
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember