Fara í efni  

Öskudagsfjör á bæjarskrifstofunni

Öskudagurinn er einn af skemmtilegustu dögum ársins fyrir börn og ungmenni um allt land. Á þessum degi er hefð fyrir því að krakkar klæði sig upp í ýmiss konar búninga, syngi fyrir sælgæti og skemmti sér saman. 

Bæjarskrifstofa Akraneskaupstaðar býður öll börn og ungmenni hjartanlega velkomin á Dalbraut 4 miðvikudaginn 5. mars milli klukkan 12:00 - 16:00 til að taka þátt í öskudagsgleðinni! 

🎶 Börn sem syngja fá popp að launum!
📸 Myndabás verður á staðnum, þar sem gestir geta smellt af sér skemmtilegum öskudagsmyndum. Myndirnar verða birtar á miðlum Akraneskaupstaðar.

Við hlökkum til að sjá búningaflóruna og heyra hressa krakka syngja af hjartans list!

Sjáumst á Dalbraut 4! 🥳


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00