Fara í efni  

Sorphirða eftir nýjar tunnur og merkingar

Nú er lokið dreifingu og merkingu á tunnum vegna breytinga í 4 flokka flokkun á úrgangi frá heimilum.

Í næstu viku verður brugðist við athugasemdum íbúa og frá starfsmönnum Terru, sem borist hafa um tunnur og merkingar hjá heimilum.

Í þessari viku hefur Terra unnið við fyrstu hirðingu á úrgangi eftir breytinguna. Merking á tunnum gekk hægt að hluta vegna veðurs, sem hefur leitt til þess að flokkun úrgangs í tunnum er núna í upphafi ekki alltaf rétt. Vegna þess er Terra að hirða úr tunnum eftir eldra 2 flokka kerfinu í flestum tilfellum í þessari viku.

Eftir næstu viku er reiknað með að alls staðar verði komin á hirðing eftir nýja 4 flokka kerfinu og ráðstöfun úrgangs verði eftir því. Matarleifar fara þá í Gaju á Leirármelum, plast og pappa úrgangur fer í endurvinnslu hjá Terru og blandaður úrgangur fer í Fíflholt.


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00