Fara í efni  

Starf upplýsingafulltrúa hjá Akraneskaupstað auglýst!

Akraneskaupstaður leitar að framsýnum og lausnamiðuðum upplýsingafulltrúa sem hefur brennandi áhuga á upplýsingamiðlun og notkun samfélagsmiðla til að efla tengsl við íbúa og samfélagið. Upplýsingafulltrúi er í þjónustuteymi á stjórnsýslu- og fjármálasviði og tekur þátt í þróun á stafrænni stjórnsýslu og upplýsingamiðlun með það að markmiði að straumlínulaga vinnubrögð og efla þjónustu. Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf sem krefst frumkvæðis, fagmennsku og hæfni í mannlegum samskiptum.

Sjá auglýsinguna á www.alfred.is 

Umsóknafrestur er til 7 maí 2025.

Umsókn skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf um hæfi viðkomandi til að gegna starfinu.

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns eru hvattir til að sækja um. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Steinar Adolfsson, sviðsstjóri og Harpa Hallsdóttir, mannauðsstjóri.


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00