Fara í efni  

Starfsfólk skólamötuneyta á Akranesi sótti námskeið í matvælaöryggi

Starfsfólk Matís hefur áralanga reynslu af rannsóknum á matvælum og leggur ríka áherslu á að miðla þ…
Starfsfólk Matís hefur áralanga reynslu af rannsóknum á matvælum og leggur ríka áherslu á að miðla þessari þekkingu til matvælaiðnaðar á Íslandi.

Þann 20. febrúar sótti starfsfólk allra skólamötuneyta og kennslueldhúsa Akraneskaupstaðar fræðslunámskeið frá Matís um matvælaöryggi og hreinlæti.

Á námskeiðinu var fjallað um meðhöndlun og geymslu matvæla, hreinlætisstaðla og helstu áhættuþætti í matvælagerð. Markmiðið var að tryggja að starfsfólk hafi góða þekkingu á matvælaöryggi og hreinlæti, til að lágmarka líkur á að skaðlegar sýkingar berist í matvæli og geti haft áhrif á heilsu og öryggi neytenda.

Námsefnið er vottað af Matvælastofnun, og þátttaka starfsfólks í slíkri fræðslu er liður í því að viðhalda háum öryggisstöðlum í mötuneytum skóla bæjarins.


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00