Stórum áfanga náð til að hefja glæsilega uppbyggingu á miðbæ Akraness
Sigurður Ingi Jóhannsson , Fjármála- og efnahagsráðherra, Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra og Haraldur Benediktsson, bæjarstjóri Akraness, undirrituðu í dag viljayfirlýsingu um uppbyggingu á Mánabraut 20, á svokölluðum Sementsreit á Akranesi, og afsal á eigninni. Hugað verður að aðstöðu fyrir ráðhús Akraneskaupstaðar, leiguhúsnæði fyrir stofnanir ríkisins á Akranesi og aðstöðu fyrir nýja heilsugæslu Heilbrigðisstofnunar vesturlands á Akranesi (HVE).
Haraldur Benediktsson, bæjarstjóri:
„Allt frá lokun og niðurrifi Sementsverksmiðjunnar á Akranesi hafa bæjaryfirvöld verið að þróa byggð og starfsemi í sárið sem verksmiðjusvæðið skildi eftir í eldri hluta Akranesbæjar.
Uppbygging á íbúðum er hafin og fyrstu íbúðirnar hafa verið teknar í notkun og fjölbýlishús er þegar risið. Nú nýlega var samið um gatnagerð á fyrstu byggingarreitum á Sementsreit. Lagðar verða nýjar götur sem ramma inn glæsilega uppbyggingu.
Gamla skrifstofubygging Sementsverksmiðjunnar við Mánabraut 20, hefur til þessa dags verið í sameign Ríkis og Akraneskaupstaðar. Nú hefur Akraneskaupstaður eignast alla bygginguns og er hafinn undirbúningur að skipulagi. Með viljayfirlýsingu þeirri sem gerð er jafnhliða kaupum Akraneskaupstaðar á eignarhlut Ríkisins er hægt að hefja samstarf um byggingu á nútímanlegri byggingu sem getur hýst ráðhús Akraneskskaupstaðar og mögulega fleiri stofnanir á vegum sveitarfélagsins. Einnig er settur starfshópur með FSRE um að ný bygging verði leiguhúsnæði fyrir stofnanir ríkisins á Akranesi.
En tímamótin eru líka þau að með undirritun heilbrigðisráðherra á viljayfirlýsinguna er frá upphafi hönnunar á skipulagi og húsnæði hugsað fyrir aðstöðu fyrir nýja heilsugæslu HVE á Akranesi.
Bæjarstjórn Akraness er mjög áfram um að efla starfsemi HVE á Akranesi. HVE er stór vinnustaður í bænum og veitir mikla þjónustu og mikilvæga. Mikilvægi þess og gæði fyrir íbúa Akranes og nágrennis að eiga svo öfluga stofnun verður seint ofmetið. Með því opna fyrir að flytja heilsugæsluhlutann frá núverandi staðsetningu opnast möguleikar á að efla starfsemi göngudeildar, rannsóknar og almennrar sjúkrahússtarfsemi til mikilla muna. Bæjarstjórn vill vera sterkur bakhjarl HVE á Akranesi og styðja við sókn og stækkun starfseminnar.
Á vegum ríkissins er á Akranesi fjöldi opinberra starfa og ætlun bæjarstjórnar er að skapa aðstæður fyrir fleiri opinber störf á Akranesi. Það gerum við m.a. með því að skapa eftirsóknarvert umhverfi. Auk þess að hafa alla megin þætti samfélagins í góðu lagi, skóla á öllum skólastigum, öflugt menningar- og íþróttastarf, þá þarf starfsaðstaðan að vera til fyrirmyndar. Ný kynslóð skrifstofubygginga leggur áherslu á góða vinnuaðstæður og hámarksnýtingu húsnæðis. Það fer einstaklega vel að samnýta sem allra best alla fermetra byggingarinnar – með samnýtingu fundarrýma, móttöku og svo mætti lengi telja. Í raun eru við að leggja í vegferð sem gæti orðið fyrsta sérhannaða skrifstofuhúsið í nýrri hugsun nýrrar kynslóðar skrifstofubyggingar sem verður sjálfsagður vinnustaður starfa án staðsetningar, hvort sem það er á vegum hins opinbera eða á einkamarkaði. Það hús mun rísa við Mánabraut.
En fyrst og fremst lýsa þessi áform einbeittum vilja Akraneskaupstaðar efla miðbæ Akraness og stuðla að fallegri byggð á lóð gömlu Sementsverksmiðjunnar. Með kaupum á Mánabraut 20 er sleginn endapunktur og um leið og kaupin eru fyrsta skref að mest spennandi byggingarsvæði á suðvestuhorni Íslands.“
Skipaður verður starfshópur Akraneskaupstaðar og FSRE til að tryggja framgang verkefnisins
Viljayfirlýsingin felur í sér að Akraneskaupstaður hyggst endurbyggja Mánabraut 20 þar sem stefnt er að því að ný bygging muni hýsa ráðhús Akraneskaupstaðar og mögulega fleiri stofnanir sveitarfélagsins. Ríkið lýsir yfir áhuga á að leigja aðstöðu í nýju húsnæðinu fyrir starfsemi ríkisstofnana á Akranesi. Afsalið á Mánabraut 20 markar formlega yfirfærslu eignarinnar frá sameiginlegri eign ríkisins og Akraneskaupstaðar til sveitarfélagsins, en eignin þarfnast gagngerrar endurnýjunar.
Akraneskaupstaður mun, í samráði við Framkvæmdasýslu – Ríkiseignir (FSRE), standa að útboði um uppbyggingu á lóðinni við Mánabraut 20, með áherslu á að lágmarka kostnað sveitarfélagsins og leiguverð til stofnana ríkisins. Til að tryggja framgang verkefnisins verður starfshópur skipaður fulltrúum frá Akraneskaupstað og FSRE. Hópurinn mun vinna þarfa- og kostnaðargreiningu fyrir húsnæðið, sem m.a. tekur mið af því hvort hluti húsnæðisins nýtist fyrir heilsugæslu. Á grundvelli viljayfirlýsingarinnar munu aðilar leita hagkvæmra lausna varðandi húsnæðismál sín á Akranesi. Viljayfirlýsingin er háð þeim fyrirvara að verkefnið teljist fýsilegt fyrir aðila hennar, og enginn aðili hefur kröfu á hinn vegna kostnaðar nema samið hafi verið um annað.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember