Tilkynning um breytingar á gjaldskrá stuðningsþjónustu Akraneskaupstaðar frá 1. maí 2025
Breytingar á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga 2018, nr. 40/1999 og laga um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir nr. 38/2018, auk innleiðingar á lögum um þjónustu í þágu farsældar barna nr. 86/2021 og þróunarverkefnisins „Gott að eldast“ fela öll í sér ríkari skyldur á sveitarfélög um aukna þjónustu.
Akraneskaupstaður leggur mikinn metnað í þjónustu við sína íbúa með farsæld þeirra að leiðarljósi. Stefna Akraneskaupstaðar er að stuðla að farsæld allra íbúa sveitarfélagsins með valdeflandi hætti. Það er meðal annars gert með því að veita forvirka þjónustu, gera fólki kleift að búa sem lengst á heimilum sínum og veita þeim sem það þurfa rétta þjónustu á réttum tíma og að samþætta þjónustu. Til að mæta þjónustuþörfum stækkandi hóps í þörf fyrir stuðningsþjónustu var nauðsynlegt að endurskoða gjaldskrá sveitarfélagsins svo tryggja megi öllum þeim sem það þurfa viðeigandi þjónustu. Taka breytingarnar mið af raunkostnaði hverju sinni við verkþætti þjónustunnar og heildartekjum þjónustuþega, á grundvelli síðasta staðfesta skattframtals.
Breytingar á gjaldskrá stuðningsþjónustu hafa fengið umræðu í velferðar- og mannréttindaráði sem og í öldunga- og notendaráði sem lýstu yfir jákvæðri afstöðu til breytinganna. Þann 13. mars 2025 samþykkti bæjarráð breytingar á gjaldskrá með gildistöku 1. maí 2025.
Allir þeir sem nú þegar eru að fá þjónustu munu fá bréf með nánari upplýsingum og leiðbeiningum. Með öllum umsóknum um stuðningsþjónustu þarf að fylgja síðsta staðfesta skattframtal.
Þjónustuver Akraneskaupstaðar mun aðstoða umsækjendur og leiðbeina.
Fréttasafn
- 2025
- janúar febrúar mars apríl
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember