Fara í efni  

Tungumálið er lykillinn að samfélaginu – Akraneskaupstaður styður við íslenskunám starfsfólks

Jón Gunnar Þórðarson framkvæmdarstjóri Bara tala, Harpa Hallsdóttir mannauðsstjóri Akraneskaupstaðar…
Jón Gunnar Þórðarson framkvæmdarstjóri Bara tala, Harpa Hallsdóttir mannauðsstjóri Akraneskaupstaðar, Srdan Stojanovic, Liano Linares Hutado, Arleta Liona Kluziak, Jolanta Ewa Szwaba, Ewa Darowska og Elísabet Hanna frá Bara tala.

Akraneskaupstaður fagnaði í dag þeim starfsmönnum sem hafa lagt sig fram við að læra íslensku með notkun tungumálaforritsins Bara tala. Forritið veitir fólki af erlendum uppruna tækifæri til að efla orðaforða sinn, hlustunarskilning og færni í að tala íslensku í daglegu lífi og starfi.

Íslenskan er lykillinn að virkri þátttöku í samfélaginu, og með því að styðja starfsfólk skóla og stofnana í íslenskunámi sýnir Akraneskaupstaður mikilvægi þess að skapa tækifæri til tungumálanáms á vinnustað. Bara tala hefur verið í notkun í eitt og hálft ár og er nú nýtt af 250 fyrirtækjum og 12 sveitarfélögum um allt land. Akraneskaupstaður var með þeim fyrstu til þess að hefja notkun á forritinu.

 

Viðurkenningar voru veittar fimm starfsmönnum Akraneskaupstaðar fyrir virka þátttöku í íslenskunáminu:

  • Srdan Stojanovic, starfsmaður í Grundaskóla
  • Arleta Liona Kluziak, starfsmaður í Brekkubæjarskóla
  • Ewa Dabrowska og Jolanta Ewa Szwaba, sem starfa í stuðnings- og stoðþjónustu Akraneskaupstaðar
  • Liamo Linares Hutado, starfsmaður hjá Höfða

Akraneskaupstaður hvetur áfram til notkunar Bara tala og annarra leiða til að styrkja íslenskukunnáttu þeirra sem starfa og búa á Íslandi. Þannig eflast tengsl milli fólks og samfélagsins alls.


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00