Vorhreinsun og Stóri Plokkdagurinn
Vikuna 24. apríl til 2. maí næstkomandi verður vorhreinsun í bænum, þar sem íbúar sameinast um að hreinsa umhverfi sitt, bæði innan lóða og utan þeirra.
Akraneskaupstaður kemur fyrir sérstökum Vor-gámum fyrir garðúrgang og blandaðan úrgang á tveimur stöðum, annarsvegar við grenndarstöðina við Bíóhöllina og hins vegar við Innnesveg, staðsetningu gámana má sjá á meðfylgjandi myndum.
Við hvetjum alla til þess að safna saman fjölskyldu og vinum og nýta kærkomið sumar í það að huga að samfélaginu okkar.
Sunnudaginn 27. apríl verður Stóri Plokkdagurinn haldinn hátíðlegur um land allt í samvinnu við Rótarýhreyfinguna. Akraneskaupstaður tekur þátt í deginum með því að hvetja alla íbúa að taka höndum saman og tína rusl í nærumhverfi sínu. Að plokka fegrar umhverfi okkar og náttúru en gefur fólki einnig tækifæri til þess að sameina útiveru og hreyfingu sem og að sýna umhverfinu okkar kærleik í verki.
Félagar í Rótarýklúbb Akraness verða á þessum tveimur gámastöðum á milli kl. 10:00 og 14:00 og afhenda öllum plastpoka til þess að safna í. Best er að hafa fleiri en einn poka, setja plast í einn, pappa í annan og svo allt annað í þann þriðja. Félagar klúbbsins gefa einnig tillögur um staði til að plokka ef íbúar óska þess. Plokktangir eru ágætar en ekki nauðsynlegar.
Plokkað rusl skila íbúar í grenndargáma eða Vor-gámana eftir réttum úrgangsflokkum.
Frekari upplýsingar um Stóra Plokkdaginn má finna hér: https://www.facebook.com/StoriPlokkdagurinn/?locale=is_IS
Um helgina verður komin molta í bæinn til notkunar í garða. Moltan kemur frá GAJU, gas- og jarðgerðarstöð Sorpu. Hún er gerð úr lífrænum úrgangi frá íbúum á Akranesi og öðrum á höfuðborgarsvæðinu.
Eins og á síðasta ári verður haugur af moltu staðsettur norðan við Gámu á móti grastippnum þar sem bæjarbúum er frjálst að sækja sér moltu.
Frekari upplýsingar um moltuna og tilurð hennar má finna hér: https://www.sorpa.is/gaja/
Hér má sjá staðsetningu gáma fyrir vorhreinsunina 2025, annars vegar við Bíóhöllina og hins vegar við Jaðarsbakka.
Fréttasafn
- 2025
- janúar febrúar mars apríl
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember