Yfirlýsing bæjarstjórnar Akraness vegna málefna Skagans 3X
Frá því í lok maí hefur Akraneskaupstaður komið að viðræðum, við stjórnendur Skagans 3X um fjárhagsvanda félagsins. Akraneskaupstaður var tilbúinn að styðja við aðgerðir, með þeim ráðum sem sveitarfélag á hverjum tíma hefur tækifæri til og gætu skipt máli um framtíð félagsins á Akranesi. Fjárhagsleg endurskipulagning á fyrirtækinu var verkefnið, sem því miður ekki tókst og voru það því mikil vonbrigði þegar félagið var lýst gjaldþrota þann 4. júlí.
Allt frá þeim tíma hefur bæjarstjórn Akranes lagt höfuðáherslu á að fyrirtækið yrði endurreist á Akranesi, með hagsmuni starfsmanna og bæjarfélagsins í forgrunni. Í því skyni hafa bæjarstjóri og bæjarfulltrúar átt ótal formleg og óformleg samtöl við fjölda aðila um mögulega endurreisn, sem og aðkomu Akraneskaupstaðar að lausn málsins.
Skiptastjóri upplýsti Akraneskaupstað um þau atriði í innsendum tilboðum sem snerust um sérstaka aðkomu af hendi Akraneskaupstaðar. Efnislega sneru þau að framtíðarstaðsetningu fyrirtækisins á Akranesi. Akraneskaupstaður lýsti sig ávallt tilbúinn í viðræður, en á það reyndi því miður ekki.
Bæjarstjórn lýsir yfir miklum harmi yfir þeirri stöðu sem komin er upp í málinu. Við höfum þó enn ekki gefið upp alla von um endurreista starfsemi á Akranesi. Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar skorar því á alla málsaðila að reyna enn til þrautar að ná samningum til að svo geti orðið. Akraneskaupstaður lýsir yfir vilja til að koma beint að samningum aðila á milli, með öllum þeim ráðum sem sveitarfélaginu eru fær.
Í aðstæðum sem þessum eiga margir um sárt að binda; starfsmenn, beinir hagsmunaaðilar og samfélagið á Akranesi í heild. Því er mikilvægt að öll umræða sé yfirveguð og málefnaleg. Höfum hugfast að það er aldrei einum um að kenna, þegar deilt er.
Fréttasafn
- 2025
- janúar
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember