Club 71 fékk menningarverðlaun Akraness árið 2016
Menningarverðlaun Akraness 2016 voru veitt fyrr í dag við setningu lista- og menningarhátíðarinnar Vökudagar. Verðlaunin í ár hlaut Club 71 sem er félagsskapur Skagamanna sem fæddust 1971. Club 71 hefur staðið fyrir fjölda viðburða á Akranesi á undanförnum árum þar sem helst ber að nefna árlegt þorrablót Skagamanna sem meðlimir undirbúa og framkvæma í sjálfboðavinnu og fjölsóttan brekkusöng á Írskum dögum. Ágóði þorrablótsins hefur runnið til íþrótta- og menningarstarfs á Akranesi. Þorrablótin hafa vaxið ár frá ári og eru afar vinsæl og vel sótt. Í máli Ingþórs Bergmanns Þórhallssonar, formanns menningar- og safnanefndar kom fram að starf Club 71 hafi sett jákvæðan svip á bæjarbraginn og auðgað menningarlíf bæjarbúa. Þorrablót Club 71 sé orðinn fastur hluti af menningarstarfsemi á Akranesi. Það var Sævar Freyr Þráinsson sem veitti verðlaunagripnum móttöku fyrir hönd hópsins.
Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri setti Vökudaga formlega í dag en hátíðin hefur verið haldin árlega frá árinu 2002. Hátíðin var sett í Safnaskála Byggðasafnsins í Görðum en þar opnuðu þrjár sýningar, „Hver vegur að heiman er vegur heim," sýning Gyðu L. Jónsdóttur Wells, „Skart við skóna", sýning Dýrfinnu Torfadóttur og sýningin „Bannárin, brennivínið og bæjarbytturnar" í umsjón þeirra Gerðar Jóhannsdóttur héraðsskjalavarðar og Nönnu Þóru Áskelsdóttur deildarstjóra ljósmyndasafnsins.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember