Fara í efni  

COVID-19 smitaður einstaklingur í líkamsræktinni á Akranesi

Sú staða er komin upp á Akranesi að einstaklingur sem greindist með COVID-19 smit hafði stundað líkamsrækt í líkamsræktarsalnum á Jaðarsbökkum sl. þriðjudag þann 15. september.

Fyrirmæli smitrakningarteymis er að allir sem sóttu líkamsræktina sem iðkendur umræddan dag þurfa að fara í sóttkví til og með þriðjudeginum 22. september nk. Viðkomandi losnar úr sóttkví í framhaldinu þegar hann hefur farið í skimun og fengið neikvæða niðurstöðu.

Halda þarf sérstaklega utan um skráningu þeirra sem fara í sóttkví og mun Guðmunda Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri ÍA, annast skráningu og miðlun upplýsinga. Allir þeir sem fóru í ræktina umræddan dag sem iðkendur eru því beðnir um að hafa samband við Guðmundu í síma 691-5602 eða með tölvupósti á netfangið ia@ia.is. Hún mun i framhaldinu senda viðkomandi upplýsingar frá smitrakningarteyminu.

Mikilvægt er að bregðast við þessu sem fyrst svo unnt sé að lágmarka hættuna á frekari útbreiðslu smitsins.


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00