Deiliskipulag Smiðjuvalla 12-22 - breyting á deiliskipulagi á Akranesi
Deiliskipulag Smiðjuvalla – Smiðjuvellir 12 - 22
Bæjarstjórn Akraness samþykkti þann 11. júní 2024 að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi Smiðjuvalla vegna Smiðjuvalla 12-22 skv. 1. mgr. 41 gr. og 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Breytingin tekur til skipulags lóðanna við Smiðjuvelli 12-22 sem eru sameinaðar í eina lóð. Stærð lóðarinnar er 19800 m² og afmarkast af Smiðjuvöllum að norðvestan og norðaustan, Þjóðbraut að suðaustan og göngustíg að suðvestan sem liggur þvert á Þjóðbraut. Breytingin felst í að heimila íbúðarhús með atvinnustarfsemi á hluta jarðhæðar. Heimilt verði að byggja þriggja til sjö hæða byggingar ásamt bílakjallara. Nýtingarhlutfall með kjallara verði 2,30 og fjöldi íbúða að hámaki 266.
Hægt er að nálgast tillöguna á skipulagsgátt https://www.skipulagsgatt.is/issues/2024/875 og heimasíðu Akraneskaupstaðar https://www.akranes.is/, frá 10. júlí 2024 til 26. ágúst 2024. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast skipulagsfulltrúa í síðasta lagi 26. ágúst 2024 í gegnum skipulagsgátt. Uppdráttur 1 Uppdráttur 2
Skipulagsfulltrúi Akraneskaupstaðar
Fréttasafn
- 2025
- janúar
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember