Dreifing á sorptunnum er hafin
Í dag hefst dreifing sorptunna á heimili á Akranesi. Björgunarsveit Akraness sér um að dreifa nýjum sorptunnum á öll heimili og er áætlað að dreifingu verði lokið fyrir lok nóvember. Biðjum við alla íbúa að taka vel á móti félögum úr björgunarsveitinni.
Markmið breytinga í sorpmálum er að bæta flokkun úrgangs, stuðla að endurvinnslu og endurnýtingu úrgangs, og minnka þannig förgun úrgangs eins og frekast er kostur til að styðja við hringrásarhagkerfið.
Með tunnunum fá heimilin einnig flokkunarbækling, 80 stk pappapoka fyrir matarleifar og grind fyrir pokana í eldhússkápinn.
Með dreifingu tunna og poka hefst flokkun heimila á úrgangi frá þeim í fjóra flokka, matarleifar, pappír/pappa, plast og blandað.
Dreifing tunna er samhliða sorphirðu og er Akranesi skipt í 6 svæði. Við biðjum íbúa fjölbýlishúsa að fylgjast með og sýna björgunarfélaginu tillitssemi og hafa sorpgeymslur ólæstar þessa dagana.
Sérbýli
Öll sérbýli (þ.e. einbýli, raðhús og parhús) fá tvískipta tunnu fyrir matarleifar og blandaðan úrgang.
Pokar með matarleifum fara í minna hólfið og blandaður úrgangur fer í stærra hólfið.
Samhliða dreifingunni verða núverandi tunnur sérbýla merktar fyrir pappír/pappa og plast.
Fjölbýli
Í öll fjölbýli verður dreift 140 ltr tunnum fyrir matarleifar og ýmist 240 ltr, 360 ltr eða 660 ltr sorptunnum.
Hús með 2 skráðum íbúðum fá 4 tunnur, 140 ltr brúna fyrir matarleifar og 360 ltr tunnu fyrir pappír/pappa, og síðan verða eldri tunnur endurmerktar, 240 ltr fyrir plast og 240 ltr fyrir blandaðan úrgang.
Hús með 3 skráðum íbúðum fá 5 tunnur, 140 ltr brúna fyrir matarleifar og 2 stk 360 ltr fyrir blandaðan úrgang og plast. Þar verða 2 stk núverandi tunnur endurmerktar fyrir pappír/pappa.
Allar tunnur hjá stærri fjölbýlum (4 íbúðir og fleiri) verða endurmerktar viðeigandi úrgangsflokkum.
Í fjölbýli verða pappírspokar, flokkunargrind og bæklingur settir inn í stigagang í stafla og íbúar taka 1 stk. af hverju.
Merkingar tunna
Allar tunnur verða núna merkar þessum 4 flokkum. Því munu grænu tunnurnar sem í dag eru fyrir blandað plast og pappa úrgang fá ný hlutverk þar sem blöndun þessa úrgangs saman í eina tunnu er ekki heimil lengur.
Eldri tunnurnar verða notaðar áfram með nýjum merkingum. Merking þeirra verður gerð samhliða dreifingunni en í einhverjum tilfellum getur merkingin verið gerð nokkrum dögum síðar.
Flokkun
Bæklingur um flokkun úrgangs fylgir með á öll heimili. Í honum eru myndir af úrgangi sem fer í hvern sorpflokk og upptalning. Bæklinginn og ítarlegri upplýsingar er einnig að finna á heimasíðu Akraneskaupstaðar, undir https://www.akranes.is/thjonusta/umhverfi/flokkum-urgang-fra-heimilium
Á heimasíðu Sorpu flokkun.is er hægt að finna svör við ýmsum spurningum um flokkun.
Þrátt fyrir góðan ásetning þá tekur tíma að læra á þetta nýja fyrirkomulag, og við reiknum með að íbúar séu að æfa sig í flokkun á næstu vikum. Látið ykkur því ekki bregða ef þið sjáið blandað saman úr öllum tunnum í fyrstu losun í nýja kerfinu.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember