Einar Margeir kjörinn Íþróttamaður Akraness árið 2023
Einar Margeir Ágústsson 18 ára sundmaður sundfélags Akraness var kjörinn Íþróttamaður Akraness árið 2023 við hátíðlega athöfn ÍA á Garðavöllum.
Einar Margeir er Íslandsmeistari í 100m fjórsundi, unglingameistari í 50m, 100m, 200m bringusundi og 100m fjórsundi. Einar setti einnig unglingamet í sömu greinum. Hann á 9 Akranesmet í fullorðinsflokki og 13 í unglingaflokki. Hann á jafnframt 3 hraðasta tímann frá upphafi í 200m bringusundi og 50 m bringusundi. Hann er í A-Landsliði Íslands og hefur tekið þátt í fjölda alþjóðlegra móta fyrir hönd Íslands. Sundfélag Akraness er stolt af því að hafa Einar innan sinna vébanda.
Kristín Þórhallsdóttir frá Kraftlyftingafélagi Akraness varð önnur en þess má geta að hún hefur hreppt titilinn síðastliðin þrjú ár.
Kristín hefur stundað klassískar kraftlyftingar frá árinu 2019 hún keppir í -84kg opnum flokki fullorðinna og er stigahæsti Íslendingurinn í íþróttinni óháð kyni, þyngdarflokki og aldursflokki. Helstu afrek Kristínar á árinu eru silfurverðlaun í samanlögðu á heimsmeistaramóti í Klassískum kraftlyftingum í opnum flokki. Hún hlaut bronsverðlaun á Evrópumeistaramótinu í Eistlandi í samanlögðu. Einnig hlaut Kristín gullverðlaun á Reykjarvíkurleikunum og varð stigahæsti íslendingurinn í klassískri réttstöðulyftu. Kristín setti 4 Íslandsmet á árinu.
Aníta Hauksdóttir frá Velhjólafélagi Akraness varð þriðja í kjörinu. Aníta hefur æft motorcross í 23 ár eða frá 10 ára aldri, hún var ríkjandi Íslandsmeistari í mótorkrossi og enduro. Liðið hennar var liðameistari kvenna árið 2023. Aníta er mikil keppnismanneskja og góð fyrirmynd fyrir aðra iðkenndur hjá félaginu.
Við óskum okkar frábæra íþróttafólki innilega til hamingju og viljum benda á upptöku frá kvöldinu sem ÍATV streymdi á meðan athöfninni stóð:
Fréttasafn
- 2025
- janúar
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember