Einar og Erna Skagamenn ársins
Einar J. Ólafsson og Erna Guðnadóttir kaupmenn í Einarsbúð voru útnefnd Skagamenn ársins 2015 á Þorrablóti Skagamanna sem fram fór á Akranesi í gær, laugardaginn 23. janúar. Það var bæjarstjóri Akraness, Regína Ásvaldsdóttir sem veitti þeim viðurkenninguna. Í ræðu sinni sagði Regína að viðurkenninguna fengju þau fyrir að hafa þjónað Skagamönnum frábærlega í yfir fimmtíu ár. Þau Einar og Erna giftust árið 1965 og hafa unnið saman í Einarsbúð síðan þá. Það var faðir Einars, Einar Ólafsson, sem opnaði verslunina árið 1934 og hefur hún verið starfandi í yfir 80 ár. Einar hóf sjálfur störf í versluninni eftir lát föður síns árið 1957. Í versluninni Einarsbúð er að finna bæði ferska kjötvöru og fisk og þau Einar og Erna flytja sjálf inn yfir 600 vörutegundir í gegnum tengilið í Danmörku til að halda verðinu sem hagstæðustu. Einarsbúð opnar klukkan hálfátta á virkum dögum en er lokuð um helgar. Verslunin býður upp á ýmiskonar þjónustu við viðskiptavini eins og heimsendingu. Einar J. Ólafsson var sæmdur hinni Íslensku Fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum þann 17. júní 2015 fyrir þjónustu í heimabyggð.
Það var Kristinn Pétursson sem tók mynd af þeim hjónum.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember