Eldsvoði í Fjöliðjunni
Í gærkvöldi þann 7. maí kviknaði í húsnæði Fjöliðjunnar við Dalbraut 10 á Akranesi. Rannsókn stendur nú yfir um hvar eldsupptök áttu sér stað en ljóst er að húsið er verulega skemmt og óstarfhæft. Forgangsverkefni stjórnenda Akraneskaupstaðar er að koma starfseminni í gang sem allra fyrst og er verið að leita lausna í þeim málum. „Í þessu húsnæði fer fram mikilvæg starfsemi sem við verðum að koma í gang sem allra fyrst. Viðræður er þegar hafnar við nokkra aðila hér í bænum til þess að finna hentugt bráðabirgða húsnæði en hvað varðar núverandi húsnæði verðum við að bíða og sjá eftir að úttekt hefur farið fram“ segir Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri.
Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar var kallað út um kl. 21:30 og samkvæmt slökkviliðsstjóra var mikil reykur í húsnæðinu þegar slökkviliðið kom á vettvang og logaði eldur í vinnusal húsnæðisins. Slökkviliðið náði mjög fljótlega tökum á eldinum og um kl. 22:00 var búið að slökkva eldinn.
Hjálagðar eru ljósmyndir sem teknar voru á vettvangi í gær.
Höfundarréttur: Skessuhorn.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember