Endurákvörðun sorpgjalda 2016
Sorpgjöld vegna ársins 2016 hjá Akraneskaupstað hafa verið endurákvörðuð með hliðsjón af úrskurði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 17/2016 frá 14. apríl síðastliðnum.
Úrskurðarnefndin taldi gjaldskrá Akraneskaupstaðar nr. 1204/2015, sem birt var í Stjórnartíðindum þann 29. desember 2015, ólögmæta vegna formgalla þar sem heilbrigðisfulltrúi hafi ekki haft formlegt umboð heilbrigðisnefndar Vesturlands til að veita umsögn um gjaldskrána samkvæmt ákvæðum laga um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998. Nefndin taldi staðfestingu heilbrigðisnefndar á umsögn heilbrigðisfulltrúans, sem átti sér stað á fyrsta fundi nefndarinnar í janúar 2016, ekki geta bætt úr ágallanum en þá hafði álagning samkvæmt gjaldskránni þegar farið fram.
Með hliðsjón af framangreindu voru sorpgjöld ársins 2016 hjá Akraneskaupstað endurákvörðuð á fundi bæjarstjórnar þann 22. júní síðastliðinn og birt í Stjórnartíðindum þann 24. júní síðastliðnum sbr. gjaldskrá fyrir hirðu og eyðingu sorps í Akraneskaupstað nr. 561/2016.
Árlegt gjald vegna sorphreinsunar og sorpeyðingar er óbreytt, samtals kr. 30.266 en leiðrétting vegna oftekinna gjalda sem innheimt voru janúar til og með júní 2016, ásamt vaxtagreiðslu, kom til lækkunar á greiðsluseðli fasteignagjalda þann 15. júlí síðastliðinn.
Nánari upplýsingar varðandi fjárhæðir sorpgjaldanna vegna hreinsunar og eyðingar er að finna á álagningarseðli hverrar fasteignar á vefsíðunni www.island.is undir „mínar síður“. Einnig er unnt að fá nánari upplýsingar hjá fjárreiðudeild Akraneskaupstaðar í síma 433-1000 eða í gegnum netfang Akraneskaupstaðar akranes@akranes.is.
Álagning sorpgjalda er kæranleg til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála og er kærufrestur samkvæmt lögum einn mánuður frá birtingu.
Akraneskaupstaður lítur svo á að með birtingu í þessu tilviki sé átt við þann upphafspunkt að ákvörðun birtist greiðanda og fyrir almenning er það venjulega með greiðsluseðli. Rétt er að taka fram að endanleg ákvörðun um málsmeðferð kæru fasteignagjalda m.a. hvað kærufrest varðar er á valdi úrskurðarnefndarinnar.
Úrskurð úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 17/2016 er unnt að nálgast hér og gjaldskrá fyrir hirðu og eyðingu sorps í Akraneskaupstað nr. 561/2016 er unnt að nálgast hér.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember