Árbók Akurnesinga hlýtur menningarverðlaun Akraness 2020
Menningarverðlaun Akraneskaupstaðar eru veitt ár hvert í tengslum við Vökudaga og voru í dag veitt í fjórtánda sinn við heldur óhefðbundnar aðstæður. Verðlaunin eru veitt þeim einstaklingum eða félagasamtökum sem hafa skarað fram úr á einhverju sviði menningar hér í bæjarfélaginu. Menningarverðlaun Akraness 2020 hlýtur Árbók Akurnesinga sem hjónin Margrét Þorvaldsdóttir og Kristján Kristjánsson standa að.
Árbók Akurnesinga hefur komið út óslitið ár hvert frá árinu 2001. Ritið samanstendur að greinum og viðtölum þar sem efnistök eru margvísleg, bæði frá liðnum tímum og nútíma, og tengjast Akranesi eða Akurnesingum með einum eða öðrum hætti. Ár hvert eru fréttaannáll, íþróttaannáll og æviágrip látinna Akurnesinga jafnframt meðal efnisatriða. Ritin geyma ómetanlegar heimildir fyrir komandi kynslóðir og má nefna að hægt er að leita í efnistökum ritanna á leitir.is.
Það voru þeir Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri og Ólafur Páll Gunnarsson formaður menningar- og safnanefndar sem afhendu Margréti og Kristjáni verðlaunagrip eftir listakonuna Kolbrúnu Kjarval þessu til staðfestingar.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember