Auglýsing um nýtt deiliskipulag á Akranesi
Tillaga að deiliskipulagi 3C og 5. áfanga Skógahverfi
Bæjarstjórn Akraness samþykkti þann 24. ágúst 2021 að auglýsa tillögur að deiliskipulagi áfanga 3C og 5. áfanga Skógahverfis skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skógahverfi 3C og 5 afmarkast í suðri af skipulagsáföngum 1 og 3A , í vestri af Þjóðbraut, af skógræktarsvæðum í Garðaflóa til norðurs og af Garðalundi og golfvelli til austurs.
Deiliskipulag áfanga 3C nær yfir 11,7 ha. svæði. Þar er gert ráð fyrir tiltölulega þéttri blandaðri byggð einbýlishúsa, raðhúsa og fjölbýlishúsa á einni til tveimur hæðum, 256 íbúðum að lágmarki. Gert er ráð fyrir opnu útivistarsvæði með lækjarfarvegi sem verður hluti blágrænna ofanvatnslausna og nýtist sem útivistasvæði.
Deiliskipulag áfanga 5 nær yfir 10,3 ha. svæði. Þar er gert ráð fyrir tiltölulega þéttri blandaðri byggð einbýlishúsa, raðhúsa og fjölbýlishúsa á einni til tveimur hæðum ásamt fjölbýli á þremur til fimm hæðum, alls 290-345 íbúðum. Gert er ráð fyrir útivistarsvæði í miðju hverfisins, sem mögulega verður nýtt fyrir blágrænar ofanvatnslausnir.
Gerðar voru óverulegar breytingar á afmörkun deiliskipulagssvæða Garðalundar – Lækjarbotna og 4. áfanga Skógahverfis auk óverulegrar breytingar á afmörkun landnotkunarreita í Aðalskipulagi Akraness 2005-2017 til samræmis við deiliskipulagstillögurnar.
Tillögurnar liggja frammi til kynningar í þjónustuveri kaupstaðarins að Dalbraut 4, Akranesi, og á heimasíðu Akraneskaupstaðar www.akranes.is frá og með 4. nóvember til 23. desember 2021.
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar til 23. desember næstkomandi. Skila skal athugasemdum í þjónustuver Akraneskaupstaðar að Dalbraut 4 eða í tölvupósti á skipulag@akranes.is.
Skipulagsfulltrúi Akraneskaupstaðar
Deiliskipulagsrammi Skógahverfis
Skógahverfi 3C skilmálar
Skógahverfi 3C skipulagsuppdrættir
Skógarhverfi 3C skýringaruppdrættir
Skógahverfi 5 skipulagsuppdrættir
Skógahverfi 5 skýringaruppdrættir
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember