Ferðaleið um Hvalfjörð og Akraness – samstarfsverkefni sveitarfélaga og Markaðsstofu Vesturlands
Vinna er hafin við gerð ferðaleiðar um Hvalfjörð og Akranes. Verkefnið er samstarfsverkefni Markaðsstofu Vesturlands, Akraneskaupstaðar, Hvalfjarðarsveitar og Kjósarhrepps. Verkefnið er eitt af áfangastaðaverkefnum Vesturlands og áætlað er að leiðin opni árið 2021.
Ferðaleiðin verður mikil markaðsleg búbót fyrir svæðið og verður hönnuð bæði með íslenskan og erlendan markað í huga. Leiðin mun hafa ákveðin þemu og auðvelda ferðamönnum skipulag sitt á leiðinni. Verkefninu er ætlað að byggja upp vörumerki fyrir svæðið sem nýtist ferðaþjónustum sem taka þátt í verkefninu einnig sem markaðsefni og ímyndarsköpun. Meðfram hönnun leiðarinnar fer fram úttekt og forgangsröðun á uppbyggingu áfanga- og áningastaða af hálfu sveitarfélaganna.
Ferðaþjónar á svæði ferðaleiðarinnar geta allir tekið þátt í verkefninu enda spila þeir stórt hlutverk í hönnun ferðaleiðarinnar og ákvarðanatöku. Forkrafa er að þeir séu samstarfsaðilar Markaðsstofu Vesturlands.
Þátttaka ferðaþjóna nú á byrjunarstigi verkefnisins er að koma á vinnufundi þegar fært verður að halda þá og taka þátt í könnunum og umræðum netleiðis. Við viljum eiga í góðu samstarfi við atvinnugreinina og ítrekum því mikilvægi þess að fólk skrái sig til leiks nú í upphafi vinnunnar!
Við hvetjum alla ferðaþjóna og unnendur ferðaþjónustu á Akranesi og í Hvalfirði og Kjós að setja sig í samband við Markaðsstofu Vesturlands hafi þeir áhuga á þátttöku í verkefninu. Senda má fyrirspurnir á Thelmu hjá Markaðsstofu Vesturlands thelma@westiceland.is
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember