Fjölmenni á Akratorgi í dag
Fjölmenni var við hátíðarhöldin í tilefni af þjóðhátíðardeginum, á Akratorgi í dag. Ingþór Bergmann Þórhallsson formaður menningar- og safnanefndar setti dagskrána og Sigríður Indriðadóttir forseti bæjarstjórnar flutti hátíðarræðuna. Sigríður minntist 100 ára afmælis kosningarréttar kvenna á Íslandi. Fjallkonan í ár var Brynja Valdimarsdóttir og flutti hún ljóðið Ísland eftir Jón Thoroddsen. Brynja er fædd í Sri Lanka en ólst upp á Akranesi. Hún stundar háskólanám við Berkley Collage of Music í Bandaríkjunum og á eftir hálft ár í útskrift. Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri útnefndi bæjarlistamann Akraness sem er Gyðja L. Jónsdóttir Wells. Solla stirða úr Latabæ kom í heimsókn og nemendur úr dansstúdíói Írisar sýndu dans og flutt var tónlistaratriði unga fólksins undir stjórn Heiðrúnar Hámundardóttur og Samúels Þorsteinssonar.
Ljóðið Ísland:
Ó, fögur er vor fósturjörð
um fríða sumardaga,
er laufin grænu litka börð
og leikur hjörð í haga, en dalur lyftir blárri brún
mót blíðum sólar loga, og glitrar flötur, glóir tún
og gyllir sunna voga.
Og vegleg jörð vor áa er
með ísi þakta tinda, um heiðrík kvöld að höfði sér
nær hnýtir gullna linda
og loganeistum stjörnur strá
um strindi, hulið svellum,
en hoppa álfar hjarni á,
svo heyrist dun í fellum.
Þú fósturjörðin fríð og kær,
sem feðra hlúir beinum
og lífið ungu frjóvgi fær
hjá fornum bautasteinum, ó, blessuð vertu, fagra fold,
og fjöldinn þinna barna,
á meðan gróa grös í mold og glóir nokkur stjarna.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember