Fjölmennt á íbúafundi með HB Granda
Um 200 manns sóttu íbúafund um málefni HB Granda á Breið sem haldinn var í Tónbergi þann 28. maí síðastliðinn. Markmið fundarins var að kynna hugmyndir og óskir HB Granda um mögulega uppbyggingu á Akranesi og til að gefa bæjarbúum tækifæri til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri.
Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri setti fundinn og fór yfir markmið fundarins og kynnti fundarstjóra kvöldsins sem var Björg Ágústsdóttir ráðgjafi frá Alta. Einar Brandsson formaður skipulags- og umhverfisráðs fór yfir skipulag á Breið og þá vinnu sem ráðið hefur unnið að síðustu mánuði í tengslum við umsókn HB Granda um breytingu á deiliskipulagi. Vilhjálmur Vilhjálmsson forstjóri HB Granda kynnti framtíðarsýn fyrirtækisins og þá möguleika sem þeir sjá fyrir fyrirtækið á Akranesi, þar með talda stækkun Laugafisks og Guðjón Jónsson frá VSÓ ráðgjöf fór yfir úttekt sem VSÓ gerði um lyktarmengun frá fiskþurrkun, bæði stöðuna eins og hún er í dag og þær fyrirætlanir sem HB Grandi hefur. Ennfremur hvað þarf að gera til viðbótar til að lágmarka lyktarmengun. Hörður Helgason var fulltrúi samtakanna Betri byggð og byrjaði á því að afhenda Regínu Ásvaldsdóttur bæjarstjóra undirskriftarlista með á fjórða hundrað nöfnum bæjarbúa sem mótmæla fyrirhugaðri stækkun Laugafisks. Í erindi sínu fór Hörður yfir áhrif lyktarmengunar á lífsgæði á Akranesi og áhrif á íbúabyggð. Að loknum erindum var opnað fyrir spurningar í sal. Sigríður Indriðadóttir forseti bæjarstjórnar sleit síðan fundi rétt um kl. 23.00
Meðfylgjandi er fundargerð frá fundinum sem Gyða Björk Bergþórsdóttir frá Ritara annaðist og einnig eru glærur frá fundinum.
Fréttasafn
- 2025
- janúar febrúar mars apríl
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember