Fjölmennt á íbúaþingi um atvinnulíf á Akranesi
Akraneskaupstaður í samstarfi við KPMG stóð fyrir íbúaþingi í gær þann 22. janúar 2020 á Garðavöllum. Þingið fjallaði almennt um atvinnulíf á Akranesi með áherslu á uppbyggingu á Breið og nágrenni þess. Um 130 manns sóttu þingið sem stóð frá kl.18:00 til kl.20:00. Hlutverk KPMG hefur verið að aðstoða og veita Akraneskaupstað í samstarfi við Brim, ráðgjöf við að leiða fram ákvörðun um stefnu varðandi uppbyggingu á Breið og nágrenni þess þannig að í framhaldinu verði hægt að fara í framkvæmd við uppbyggingu. Þingið sem um ræðir var einn af verkþáttum KPMG í þeirri vinnu.
Í upphafi fundarins flutti Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri kynningu sem samanstóð af verkefnum sem Akraneskaupstaður hefur verið að leggja áherslu á í atvinnuuppbyggingu á Akranesi. Minntist hann þar lækkun fasteignaskatta fyrir fyrirtæki, nýtt svæði til atvinnuuppbyggingar og nýjum vef sem Akraneskaupstaður hyggst setja í loftið á næstu mánuðum sem auglýsir Akraness sem vænlega kost til atvinnu- og íbúðauppbyggingar. Við Sævari tók við nafni hans Sævar Kristinsson verkefnastjóri hjá KPMG. Kynnti hann sviðsmyndavinnu um framtíð atvinnulífs á Vesturlandi til ársins 2040. Sú vinna var unnin á vegum Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi í samstarfi við KPMG á seinnihluta síðasta árs. Næstur til máls tók Steinþór Pálsson sérfræðingur og hluthafi hjá KPMG. Steinþór kynnti þá vinnu sem var búin að fara fram á liðnu ári ásamt því að kynna fyrir gestum hlutverk þeirra á umræddu þingi. Að loknum málflutningnum tók við borðavinna þar sem íbúar greindu hvernig þeir myndu vilja sjá uppbyggingu eiga sér stað á Breið og nágrenni þess. Unnið var í hópum með ákveðin áhersluatriði eins og ferðaþjónustu, hátækni, sjávarútveg og fleira.
Akraneskaupstaður sendir kærar þakkir til allra þeirra sem tóku þátt í þinginu. Akraneskaupstaður mun síðan kynna opinberlega lokaafurð verkefnisins þegar hún liggur fyrir.
Hér má nálgast kynningar sem voru á fundinum.
Fréttasafn
- 2025
- janúar
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember