Fjórtán sóttu um starf sviðsstjóra skóla-og frístundasviðs
Fjórtán manns sóttu um starf sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs Akraneskaupstaðar en staðan var auglýst laus til umsóknar í sumar. Hlutverk sviðsins er að veita börnum og ungmennum bestu mögulegu tækifæri til leiks, menntunar og frístundastarfs í samvinnu við fjölskyldur og nærsamfélagið og að vera framsækið forystuafl í skóla- og frístundastarfi. Á verksviði skóla- og frístundasviðs heyrir rekstur grunnskóla, tónlistarskóla, leikskóla, íþróttamannvirkja og frístundamiðstöðvar. Sviðsstjóri ber ábyrgð á áætlanagerð og undirbúningi stefnumótunar í málaflokknum og öðrum verkefnum sem heyra undir sviðið. Sviðsstjóri er ráðinn af bæjarstjórn og heyrir undir bæjarstjóra í skipuriti.
Það er fyrirtækið Capacent sem annast úrvinnslu umsókna en bæjarstjórn ræður í starfið að fenginni umsögn skóla- og frístundaráðs. Umsækjendur eru eftirtaldir, í stafrófsröð:
Arna B. Árnadóttir aðstoðarskólastjóri
Arnar Ævarsson kennari
Elín María Björnsdóttir alþjóðlegur ráðgjafi
Eydís Aðalbjörnsdóttir kennari
Gísli Jón Kristjánsson sérfræðingur
Jón Rúnar Hilmarsson skólastjóri
Kristinn J. Reimarsson deildarstjóri
Kristrún Kristinsdóttir launafulltrúi
Ólafur Kjartansson ráðgjafi
Ragnheiður Ásta Birgisdóttir lögfræðingur
Sandra Sigurjónsdóttir framkvæmdastjóri
Sólveig Katrín Hallgrímsdóttir deildarstjóri
Svava Jensen fyrirtækjaeigandi
Valgerður Janusdóttir mannauðsstjóri
Fréttasafn
- 2025
- janúar
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember