Flokkstjórar Vinnuskóla
Flokkstjórar Vinnuskóla Akraneskaupstaðar
Auglýst er eftir flokkstjórum í Vinnuskólann á Akranesi, sumarið 2024.
Flokkstjórar stýra hópum unglinga 14-17 ára við ýmis garðyrkjustörf og fræðslu, auk annarra verkefna og þjónustu sem Vinnuskólinn veitir.
Vinnuskólinn er bæði vinna og skóli, félagslega skapandi vinnustaður, með kennslu í almennri vinnuskólavinnu og skýrar reglur varðandi vinnuumhverfi. Vinnuskólinn starfar við öll almenn verkefni sem lúta að umhirðu og snyrtingu byggðalagsins.
Markmið vinnuskólans er að gefa unglingum kost á sumarstörfum í umhverfi sem einkennist af fræðslu, kennslu, þjálfun og tómstundum. Lögð er áhersla á samskiptareglur, ástundun og vinnusemi og virðingu gagnvart vinnu, samstarfsfólki og bæjarbúum. Einnig eru grundvallaratriði í vinnubrögðum kynnt og notkun verkfæra. Sótt er um á alfred.is
Helstu verkefni og ábyrgð
- Almenn garðyrkjustörf í bæjarlandinu.
- Leiðsegja og vinna með unglingum.
- Skipuleggja verkaskiptingu og framkvæmd verkefna innan hóps.
- Efla liðsheild og vinnuvirðingu meðal nemenda vinnuskólans.
- Annast ýmis skapandi verkefni og fræðslu á vegum vinnuskólans.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Umsækjandi þarf að vera 20 ára eða eldri.
- Reynsla af störfum með unglingum er kostur.
- Gott er að hafa mikla samskiptahæfni og skipulagsfærni.
- Umsækjandi þarf að vera góð fyrirmynd og samviskusamur.
- Áhugi á umhverfismálum þarf að vera til staðar.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Verkalýðsfélag Akraness eða Sameyki.
Nánari upplýsingar gefur Jón Arnar Sverrisson, garðyrkjustjóri. S: 8983490
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember