Framkvæmda fréttir – Brekkubæjarskóli (febrúar 2025)

Í þessari fréttaseríu vill Akraneskaupstaður upplýsa íbúa um yfirstandandi framkvæmdir bæjarfélagsins. Það er af nægu að taka og því áhugavert fyrir íbúa að kynnast ferlinu sem og sjá framvindu mála.
Hér má sjá eldri frétt um framkvæmdum í Brekkubæjarskóla frá því i September 2024.
Verktaki: SF smiðir.
Arkitekt hússins: Andrúm arkitektar ehf.
Verkfræðihönnun: Víðsjá ehf.
Umfang framkvæmdarinnar er umtalsvert, hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir verkið:
Um er að ræða endurgerð 1 hæðar í Brekkubæjarskóla um 2.100 fm auk kjallararýmis og nokkurra rýma á 2. og 3. hæð. Verkið er áfangaskipt í tvo áfanga. Fyrri áfanga á að vera lokið 31. Des ´24 og áætlað er að seinni áfangi ljúki 31.des ´25
Í fyrsta áfanga, sem er um 1.100 fm, er verkefnið:
- Endurnýja kennslueldhús á núverandi stað og útbúin rými fyrir geymslu og kæla ásamt nýju inntaksrými fyrir vatnsúðakerfi.
- Eldri snyrtingar verða endurnýjaðar ásamt eldri lyftu sem verður stækkuð í leiðinni.
- Nýbygging anddyris
- Innrétta rými fyrir sérkennslustofur, sálfræðingur, námsráðgjafi og hjúkrun og tónmennt. Breytingar fela í sér að nýta að mestu steypta veggi en bæta við gipsveggjum, glerveggjum, leggja nýjar lagnir og loftræsingu, rafmagn og loftaefni ásamt lýsingu auk gólfefna.
Hér má sjá mynd af nýbyggingu anddyris að innan og utan.
Í öðrum áfanga, sem er um 1.000 fm, er verkefnið:
- Endurnýja samkomusal ásamt því að setja nýjan glugga aftan við sviðið, að breikka tröppur niður í salinn og útbúa rými fyrir lyftu.
- Mötuneytiseldhús er endurnýjað en tæki að mestu notuð áfram.
- Þar sem áður voru tónlistarstofa, námsráðgjafar og sálfræðingur koma nú í þessum áfanga smíðastofa, myndmennt og hannyrðir ásamt nýjum snyrtingum á eldri anddyrisgangi.
- Eldri setustofa nemenda er sameinuð nýju anddyri með tilheyrandi breytingum. Breytingar fela í sér að nýta að mestu steypta veggi en bæta við gipsveggjum, glerveggjum, leggja nýjar lagnir og loftræstingu, rafmagn og loftaefni ásamt lýsingu auk gólfefna.
Hér má sjá myndir af gangi og salerniskjarna á fyrstu hæð.
Verkið hófst í byrjun árs 2024 og er vinna við áfanga 1 langt komin og vinna við áfanga 2 er að hefjast.
Heildarkostnaður framkvæmdarinnar er áætlaður 980 milljónir.
Hvar er framkvæmdin stödd í dag:
- Nýjar tónlistarstofur eru tilbúnar til notkunar
- Ný rými fyrir stoðþjónustu eru tilbúin til notkunar og er verið að flytja starfsemina yfir í ný rými
- Kennslueldhús er tilbúið og var það tekið í notkun í byrjun október sl.
- Vinna við nýtt anddyri gengur vel, uppsteypu er lokið og búið er að setja upp glerhjúp.
Framundan:
- Nú eru í gangi flutningar yfir í ný rými sem eru tilbúin og verður 1 hæðin (guli gangurinn) þar sem stoðþjónusta var, gerð fokheld og endurgerð (áfangi 2). Á þá hæð verða nýjar list- og verkgreinarstofur útbúnar, þ.e fyrir smíði, textíl og myndmennt.
- Eldra anddyri verður breytt og komið fyrir nýjum salerniskjarna, en það svæði mun svo tengjast yfir í nýja anddyrið.
Hér má sjá myndir úr tónmenntastofunni.
Hér má sjá mynd af rýmið stoðþjónustunnar.
Fréttasafn
- 2025
- janúar febrúar
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember