Framkvæmda fréttir - Grundaskóli (mars.2024)
Grundaskóli - Endurbætur og viðbygging.
Verktaki: Sjammi ehf.
Arkitekt hússins: Andrúm ehf.
Verkfræðihönnun: Víðsjá verkfræðistofa.
Eftirlitsaðili: Efla ehf.
Umfang framkvæmdarinnar er umtalsvert, hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir verkið:
Um er að ræða breytingar og endurbætur á C-álmu Grundaskóla, elsta hluta skólans.
Byggingin stækkar þannig að 3. hæð fær að hluta til hærra þak sem nær gafla á milli.
Að vestanverðu verður byggt nýtt anddyri ásamt því að byggt verður yfir eldri útistiga og hann hækkaður um eina hæð. Á suðurhlið verður anddyri stækkað og að norðanverðu verður byggt nýtt anddyri.
Innandyra verður byggingin endurnýjuð að miklu leyti, tilfærslur verða á rýmum, salerniskjarnar verða færðir til og almennt lögð áhersla á björt rými með góðri hljóðvist og góðu aðgengi. Raf-, pípu- og loftræsikerfi verða endurnýjuð.
C-álman stækkar úr 2.320 m2 í 2.750 m2. Þar af eru ný anddyri og stækkun anddyra á 1. hæð samtals 230 m2, ný bygging í kringum stiga á 2. hæð er um 30 m2 og stækkun 3. hæðar er um 170 m2, en 3. hæðin er fyrir um 180 m2.
Hvar er framkvæmdin stödd í dag:
Breytingar og endurbætur á C-álmu Grundaskóla hófust í mars. 2023 og hafa því staðið yfir í eitt ár. Á þessu tímabili hefur margt áunnist og framkvæmdir hafa gengið vel.
Hvað hefur verið gert á 1. hæð skólans, list- og verkgreinastofur:
- Hæðin var gerð fokheld.
- Frárennslislagnir hafa verið endurnýjaðar.
- Nýir innveggir hafa verið reistir.
- Lagnavinna raf-, pípu-, og loftræstikerfis langt komin.
- Búið er að steypa upp ný anddyri.
- Búið er að endurnýja alla glugga á hæðinni.
- Búið er að flota alla gólffleti.
Á þessum myndum sjáið þið 1. hæð skólans, smíðastofu, myndmennt og textíl. (Myndir frá því í byrjun febrúar 2024).
Hvað hefur verið gert á 2. hæð skólans, kennslustofur:
- Hæðin var á þessu stigi nú þegar fokheld.
- Nýir innveggir hafa verið reistir.
- Búið er að endurnýja alla glugga á hæðinni.
- Búið er að flota alla gólffleti.
- Lagnavinna raf-, pípu-, og loftræstikerfis er hafin.
- Þakið hefur verið endurnýjað, klæðning og einangrun.
Á myndinni sjáið þið alrými 2. hæðar sem opnast upp á 3. hæð og inn í kennslustofur. (Mynd frá því í byrjun febrúar 2024).
Hvað hefur verið gert á 3. hæð skólans, rými fyrir starfsfólk:
- Límtrésbygging hefur verið reist og lofthæð hækkuð.
- Upprunalegur útistigi yfirbyggður með límtrésbyggingu.
- Upprunalegur útistigi hefur fengið talsverðar endurbætur.
- Upprunalegur útistigi við vesturhlið byggingar hækkaður um eina hæð.
- Nýtt lyftuhús hefur verið steypt upp frá grunni.
- Eldra lyftuhús hækkað og stækkað.
Hér sjáið þið mynd af rými fyrir starfsfólk skólans. (Myndir frá því í byrjun febrúar 2024).
Framundan:
Áframhaldandi uppbygging á öllum hæðum C-álmu. Á 1. hæð er málningarvinna að fara í gang samhliða lagnavinnu. Á 2. hæð heldur lagnavinna áfram og framundan er uppsetning glerhjúps á 3. hæð og stigahúsi.
Hér má sjá teikningar af C-álmu.
S-00--1231.pdf (akranes.is) 1. hæð
S-00--1232.pdf (akranes.is) 2. hæð
S-00--1233.pdf (akranes.is) 3. hæð
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember