FRAMKVÆMDA FRÉTTIR - ÍÞRÓTTAHÚSIÐ Á JAÐARSBÖKKUM (APRíL.2024)
Íþróttahúsið á Jaðarsbökkum - Nýbygging.
Verktaki: Vélaleiga Halldórs Sigurðssonar (Jarðvinna) Lokið.
Verktaki: Flotgólf ehf (Uppsteypa og ytri frágangur) Lokið.
Verktaki: E. Sigurðsson ehf (Innanhúsfrágangur) Í gangi.
Arkitekt hússins: ASK Arkitektar
Verkfræðihönnun: Cowi Ísland ehf
Eftirlitsaðili: Verkís hf.
Umfang framkvæmdarinnar er gríðarlegt, hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir verkið:
Verkið er að Jaðarsbökkum á Akranesi þar sem verið er að byggja nýtt glæsilegt íþróttahús með fyrsta flokks búningsklefum á jarðhæð sem munu umbylta aðstöðu ÍA til íþróttaiðkunar. Einnig mun þetta hafa afar jákvæð áhrif á íþróttastarf Grundaskóla þar sem þau munu fá aðgang að íþróttahúsinu til kennslu. Nýja húsnæðið verður samtals um 5.400 m2 og leggst að norðurgafli Akraneshallarinnar. Síðar tengist það íþróttamiðstöðinni til vesturs.
Framkvæmdir hófust með jarðvinnu í apríl 2022, var það Vélaleiga Halldórs Sigurðssonar ehf. sem sá um hana. Í júlí 2022 hófust framkvæmdir við uppsteypu, lagnir í jörðu og ytri frágang, Flotgólf sá um þann verklið sem er nú lokið.
Um áramótin 2023/2024 hófst þriðji áfangi verkefnisins, þ.e. er frágangur innanhús sem er í höndum E. Sigurðsonar ehf. Verklok 1. áfanga þess verkhluta er um næstu áramót og heildar verklok eru í lok maí 2025
Hvar er framkvæmdin stödd í dag:
Hvað hefur verið gert í kjallara byggingarinnar að undanförnu:
- Unnið er við uppsetningu hlaðinna innveggja (búningsklefar, gangar og þjónusturými).
- Steypt loft og veggir hafa verið slípaðir og grunnaðir.
- Lagnavinna raf-, pípu-, og loftræsikerfis er í gangi.
- Gólf hafa verið flotuð að hluta.
Á þessum myndum sjáið þið gang og búningsklefa í kjallara (Myndir frá því í byrjun febrúar 2024).
Hvað hefur verið gert á fyrstu hæð byggingarinnar að undanförnu:
- Steyptir veggir hafa verið slípaðir.
- Vinna við raflagnir er hafin.
Á þessari mynd sjáið þið svalir sem umlykja nýjan íþróttasal og inngang austan megin (Myndir frá því í byrjun febrúar 2024).
Á þessari mynd sjáið þið inngang inn í nýjan íþróttasal vestan megin (Myndir frá því í byrjun febrúar 2024).
Á þessari mynd sjáið þið aðal anddyri vestan megin sem snýr að Jaðarsbakkalaug (Myndir frá því í byrjun febrúar 2024).
Hvað hefur verið gert á annarri hæð byggingarinnar að undanförnu:
- Steyptir veggir hafa verið slípaðir og grunnaðir að hluta.
- Vinna við raflagnir er hafin.
Á þessari mynd sjáið þið stigahúsi vestan megin og inngang inn í sal af annarri hæð (Myndir frá því í byrjun febrúar 2024).
Framundan:
Áframhaldandi uppbygging á öllum hæðum, uppsetning innveggja og lagnavinna raf-, pípu-, og loftræsikerfis.
Að auki er framkvæmd við lóðarfrágang nú í útboðsferli, er fyrirhugað er að fyrri áfangi lóðar verði tilbúinn í haust og endanlegur frágangur í lok sumar 2025.
Hér má sjá grunnteikningar af nýju íþróttahúsi á Jaðarsbökkum
sk-10815.pdf (akranes.is) Kjallari
sk-10814.pdf (akranes.is) 1. hæð
sk-10813.pdf (akranes.is) 2. hæð
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember