Framkvæmdaverkefnum fjölgað og flýtt fyrir 321 m.kr.
Í byrjun apríl sl. kynnti Akraneskaupstaður viðspyrnu sveitarfélagins vegna heimsfaraldursins covid-19. Ein af aðgerðum Akraneskaupstaðar var að auka fjárveitingu til viðhalds og framkvæmda á árinu 2020. Við fjárhagsáætlunargerð ársins 2020 samþykkti bæjarstjórn Akraness heildarfjárfestingar að fjárhæð 1.506 m.kr.
Þann 7. maí sl. samþykkti bæjarráð Akraness flýtiframkvæmdir sem var aukning við áðurnefnda fjárhæð um alls kr. 321 m.kr. af 208,5 m.kr. í fjárfestingu og kr. 112,5 m.kr. í gjaldfærðar framkvæmdar. Kostnaðarauka vegna eignfærslu verður mætt með lækkun á handbæru fé og kostnaðarauka vegna gjaldfærslu verður mætt með lækkun á áætluðum rekstrarafgangi. Bæjarstjórn Akraness staðfesti ákvörðun bæjarráðs á fundi sínum þann 12. maí sl.
Aukin fjárveiting verður lögð í:
- Viðhald gatna.
- Stofnstíga sem tengjast Flóahverfi og Krókatúni/Vesturgötu.
- Gangstéttar í eldri hverfum en hér er verið að horfa til gangstétta í eldri hluta bæjarins.
- Gangstéttar í nýjum hverfum en hér verið að horfa til áframhaldandi uppbyggingar í Skógarhverfi.
- Græn verkefni eins og gróðursetning í Flóahverfi.
- Leikvelli á opnum svæðum. Leikvellir eru 17 talsins.
- Rekstur stofnannalóða.
- Uppbygginu Fjöliðjunnar vegna hönnunarvinnu.
- Uppbyggingu svæða vegna hugmyndasamkeppni á Langasandi og markaðssetningu á atvinnuhverfinu í Flóahverfi.
- Uppbyggingu búningsklefa í sundlaugarklefum á Jaðarsbökkum.
- Verkefni tengd aðgengismálum fatlaðra í stofnunum Akraneskaupstaðar.
- Framkvæmdir við Þekjuna, frístund Brekkubæjarskóla.
- Frekari hönnun á íþróttamannvirkjum við Jaðarsbakka.
- Uppbyggingu á köldum potti við sundlaugina á Jaðarsbökkum.
- Lagfæringu á sætum í stúku við aðalvöll knattspyrnuvallarins.
- Aðgerðir á Jaðarsbökkum fyrir aðstöðu kennara og ÍA.
- Framkvæmd til að drena tjaldsvæðið við Kalmansvík.
- Tilfallandi verkefni.
„Við framangreinda ákvörðun var haft að leiðarljósi að tryggja atvinnu á Akranesi og snúa þannig vörn í sókn vegna þeirra áhrifa sem COVID-19 er að hafa á atvinnulífið á Íslandi. Akraneskaupstaður er að fjölga og flýta verkefnum, þar á meðan verkefnum sem voru á áætlun næstu ára svo sem uppbyggingu á Jaðarsbökkum. Hönnunarferli þess svæðis fer í gang í ár og er mikil tilhlökkun innan bæjarstjórnar og samfélagsins í heild að koma því svæði í betra horf og sjá hér stærra íþróttahús, betri búningsaðstöðu o.fl. Við erum einnig að leggja aukið fjármagn til grænna verkefna og annarra stærri verkefna eins og hugmyndasamkeppni um Langasandssvæðið. Þar er undir mjög stórt svæði frá Jaðarsbraut og út að Sólmundarhöfða sem við viljum mynda framtíðarsýn með og vinna að uppbyggingu í tengslum við heilsueflingu í allri sinni mynd. Við reiknum með að fara með það verkefni í gang nú um næstu mánaðarmót“ segir Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri.
Fréttasafn
- 2025
- janúar
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember