Framkvæmdir á Sementsreit um helgina
Akraneskaupstaður vekur athygli íbúa á því að fyrirhugað er að fara í frekari aðgerðir við að fella leðjugeymana næstkomandi laugardag, þann 6. janúar, á meðan bjart er. Ef þau áform breytast verður send sérstök tilkynning þar um.
Áfram verður Faxabrautin lokuð vegna framkvæmdanna og varir lokunin þar til búið er að meta að hún sé fær m.t.t. öryggis. Mjög mikilvægt er að bæjarbúar virði þau mörk sem sett hafa verið um vinnusvæðið og er gangandi og akandi vegfarendum ekki heimilt að fara um Faxabraut eins og staðan er núna. Verktaka er ljóst að vanmat leiddi til þess að sprengihleðsla dugði ekki til að fella geymana í fyrstu atrennu. Undanfarna daga hefur verið unnið að því að reikna út stöðugleika leðjugeymana eins og þeir standa núna og meta næstu skref.
Vegna umræðu um útboð verksins þá er því komið á framfæri að útboðið fór fram í samræmi við lög um opinber innkaup. Slíkt útboðsferli er umfangsmikið og ríkar kröfur gerðar til bjóðenda. Útboðsgögn voru unnin af verkfræðistofunni Mannvit og yfirferð á þeim fór fram hjá Skipulags- og umhverfissviði Akraneskaupstaðar og lögfræðistofunni Landslögum. Þá var jafnframt leitað til lögfræðistofunnar Landslaga um mat á tilboðum áður en tilboði í verkið var tekið.
Sveitarfélagið mun leitast við að upplýsa íbúa og hagsmunaaðila um framgang verksins eftir því sem á líður og er til að mynda verið að setja upp myndavélar sem taka upp framkvæmdirnar og er stefnt að því að birta á mánaðarfresti upptökur af framvindu verksins.
Að öðru leyti gengur niðurrif mannvirkja innan Sementsreitsins vel. Nú þegar er búið að rífa að mestu leðjuþró, dæluhús, blásarahús, rafsíuhús og sandfæriband en niðurrif á þeim átti að vera lokið í byrjun febrúar. Verkið er því vel á undan áætlun.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember