Framkvæmdum við Guðlaugu á Langasandi lokið í bili
Framkvæmdum við Guðlaugu á Langasandi er lokið í bili. Laugin sem um ræðir verður staðsett í grjótgarðinum undir stúkunni á Jaðarsbökkum og er verktaki Ístak ehf., Pípulagningaþjónustan ehf. og Rafþjónusta Sigurdórs ehf. Undirverktaki hjá Ístak er Vélaleiga Halldórs Sig ehf. Framkvæmdir hófust í lok ágúst síðastliðinn og var byrjað á því að grafa í grjótgarðinn fyrir undirstöðum og þær steyptar rúmum mánuði síðar. Grjótgarðurinn hefur verið settur aftur upp fyrir veturinn. Ístak mun forsteypa hluta mannvirkisins í vetur og er stefnt að framkvæmdir hefjist aftur á ný næsta vor og eru áætlun verklok í júlí 2018.
Hvað mannvirkið varðar þá verður hæð þess um 6 m yfir meðal stórstreymis flóði. Efst verður útsýnispallur og þar fyrir neðan setlaug. Yfirfall frá setlaug rennur svo í grunna laug sem er neðst. Gert er ráð fyrir því að sjór geti flætt inn í vaðlaugina, brún grunnu laugarinnar er um 0,5 m yfir meðal stórstreymis flóði.
Fyrir áhugasama um verkefnið má hér skoða skýrslu sem Basalt gaf út árið 2015 um Guðlaugu.
Eldri fréttir
Samningur um byggingu Guðlaugar við Langasand
Frétt um styrkveitingu frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu
Fréttasafn
- 2025
- janúar
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember